Ingvar launahæstur embættismanna

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Ingvar launahæstur embættismanna

Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá Skattinum, var launahæsti embættismaðurinn á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Ingvar launahæstur embættismanna

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, Hörður Arnarson og Sveinbjörn Indriðason.
Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, Hörður Arnarson og Sveinbjörn Indriðason. Samsett mynd

Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá Skattinum, var launahæsti embættismaðurinn á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá Skattinum, var launahæsti embættismaðurinn á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. 

Hann var með 4,3 milljónir kr. á mánuði í fyrra á lista blaðsins yfir launahæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn ríkisstofnana. 

Næstur á eftir kemur Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, með 4,2 milljónir á mánuði. Þá Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, með um 3,7 milljónir á mánuði. 

Hér fyr­ir neðan má sjá lista yfir 10 launa­hæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn ríkisstofnana sam­kvæmt tekju­blaðinu. Töl­ur eru í þúsund­um ís­lenskra króna.

  1. Ingvar Jónadab Rögnvaldsson, sérfræðingur hjá Skattinum: 4.348. 
  2. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: 4.220. 
  3. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia: 3.663. 
  4. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets: 3.598.
  5. Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis: 3.538. 
  6. Þórhallur Ólafsson, fyrrverandi framvæmdastjóri Neyðarlínunnar: 3.439. 
  7. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR: 3.375
  8. Harpa Víðisdóttir, starfsmannastjóri hjá Landsvirkjun: 3.272. 
  9. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans: 3.253. 
  10. Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun: 3.235

Greint er frá tekj­um 4.000 Íslend­inga í Tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í dag. Hægt er að nálg­ast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í töl­un­um eru ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

mbl.is