Jón Gnarr búinn að gera upp framboð sitt

Forsetakosningar 2024 | 20. ágúst 2024

Jón Gnarr búinn að gera upp framboð sitt

Jón Gnarr segir að kostnaður við framboð sitt til forseta Íslands hafi verið samkvæmt áætlun. 

Jón Gnarr búinn að gera upp framboð sitt

Forsetakosningar 2024 | 20. ágúst 2024

Vel hefur gengið að gera upp framboð Jóns Gnarr.
Vel hefur gengið að gera upp framboð Jóns Gnarr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gnarr segir að kostnaður við framboð sitt til forseta Íslands hafi verið samkvæmt áætlun. 

Jón Gnarr segir að kostnaður við framboð sitt til forseta Íslands hafi verið samkvæmt áætlun. 

Hann hlaut 10,1% í kosningunum og endaði fjórði af tólf frambjóðendum.

„Við erum búin að gera upp og það stóð allt eins og stafur á bók,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Í kappræðum á Ríkisútvarpinu í byrjun maí sagðist Jón vera búinn að „nurla“ saman þremur milljónum króna. Þá sagðist hann giska á að framboðið myndi kosta tíu milljónir króna í heildina.

Engin fjárhagsleg áhætta tekin

Jón talar um að ekki hafi verið tekin nein fjárhagsleg áhætta og hafi fjárútlát farið eftir þeim framlögum sem komu hverju sinni. 

„Við fórum í litlar auglýsingar til dæmis, eins og sumir frambjóðendur sem voru með sjónvarpsauglýsingar og útvarpsauglýsingar gangandi í margar vikur, ég gerði ekkert svoleiðis,“ segir hann og bætir við að hann hafi auglýst framboðið mest á samfélagsmiðlum

Kom út sem vitrænn maður

Honum líður vel með að hafa boðið sig fram til forseta og er hann ánægður með viðbrögð fólks við framboðinu. 

„Mér finnst gaman að fá það frá fólki að ég hafi komið vel út úr þessu öllu, þó ég hafi ekki orðið forseti Íslands að þá hafi ég komið út sem frekar vitrænn maður og mér finnst það bara ánægjulegt og bara mjög glaður að hafa tekið þátt í þessum kosningum.“ segir Jón.

Með haustinu kemur kvíðinn

Hvað er framundan hjá þér?

„Ég á eina viku eftir í fríi, þannig ég ætla ekki einu sinni að pæla í því, en raunveruleiki sjálfstætt starfandi listamanns á Íslandi af minni reynslu er eins og Bubbalag: Með haustinu kemur kvíðinn,“ segir hann og skellir upp úr. 

„Þú veist ekkert almennilega hvort þér sé boðið eitthvað hlutverk í einhverju leikhúsi eða jafnvel bíómynd eða eitthvað. Þetta svona svolítill dauðans óvissu tími, haustið, fyrir svona sjálfstætt starfandi sviðslistamann eins og mig,“ segir hann og bætir þó við að Tvíhöfði sé að hefja göngu sína á ný í byrjun september. 

mbl.is