Tekjuhæstu Íslendingarnir

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Tekjuhæstu Íslendingarnir

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, er annað árið í röð tekjuhæsti Íslendingurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Haraldur Ingi var með liðlega 108 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 

Tekjuhæstu Íslendingarnir

Tekjur Íslendinga | 20. ágúst 2024

Haraldur er tekjuhæsti Íslendingurinn annað árið í röð.
Haraldur er tekjuhæsti Íslendingurinn annað árið í röð. mbl.is/Golli

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, er annað árið í röð tekjuhæsti Íslendingurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Haraldur Ingi var með liðlega 108 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 

Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, er annað árið í röð tekjuhæsti Íslendingurinn samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Haraldur Ingi var með liðlega 108 milljónir króna í mánaðartekjur á síðasta ári. 

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, var með rúmlega 74 milljónir króna í mánaðartekjur árið 2023 og tekjuhæsti forstjóri fyrirtækja á landinu. 

Davíð Helgason, stofnandi Unity, vermir þriðja sætið á eftir Guðmundi með 33 milljónir króna. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæstur íþróttamanna og þjálfara með rúmlega 5,6 milljónir og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, var tekjuhæstur meðal forseta, alþingismanna og ráðherra með rúmlega 4,3 milljónir. 

Greint er frá tekjum 4.000 Íslendinga í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hægt er að nálgast blaðið hér. Er þar tekið fram að um sé að ræða út­svars­skyld­ar tekj­ur á ár­inu 2023. Þær þurfi ekki að end­ur­spegla föst laun viðkom­andi. Inn í tölunum eru ekki fjármagnstekjur.

mbl.is