Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að komast að annari niðurstöðu en að nýr samgöngusáttmáli sé gífurlega mikill áfangi og algjör vatnaskil séu að verða í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 21. ágúst 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Eyþór Árnason

Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að komast að annari niðurstöðu en að nýr samgöngusáttmáli sé gífurlega mikill áfangi og algjör vatnaskil séu að verða í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að komast að annari niðurstöðu en að nýr samgöngusáttmáli sé gífurlega mikill áfangi og algjör vatnaskil séu að verða í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er svo langt frá því að vera sjálfsagt að ríki og sveitarfélög geti náð sér saman um svona langtímasýn í jafn miklu grundvallarmáli eins og samgöngumál fyrir allt höfuðborgarsvæðið til 2040 eru. Það er ekki hægt að komast að annari niðurstöðu en að þetta sé gífurlega mikill áfangi,“ segir Bjarni spurður hvort að mikill áfangasigur felist í sáttmálanum sem kynntur var í dag.

Markar mikil tímamót

Þá talar Bjarni um að sáttmálinn marki mikil tímamót og að nokkrir hlutir valdi því.

„Í fyrsta lagi, að við séum að gera þetta í þróunnarfélagi þar sem ríkið er að virkja virði eigna sinna sem að ella liggja dauðar á efnahagsreikningnum og eru ekki að gagnast. Það náum við að gera með Keldnalandinu inni í Betri samgöngum ohf. og er nú 50 milljarða virði í dag.

Í öðru lagi, að ríkið sé að stíga það skref núna og meta það sem svo að það sé óumflýanlegt að koma að rekstrinum. Það eru gríðarlega mikil tímamót.

Svo í þriðja lagi, erum við að ræða hér í dag af fullri alvöru um gangnagerð sem stundum hefur borist í tal í gegnum tíðina í tengslum við skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu en aldrei raungerst,“ útskýrir Bjarni.

Verulega mikill ábati

Nokkuð hefur verið rætt um kostnað við nýja sáttmálann en ráðgert er að hann verði 311 milljarðar. Það er talsverð hækkun frá sáttmálanum sem kynntur var 2019 og átti að kosta 170 milljarða.

Spurður hvort að kostnaðurinn hafi vaxið meira enn hann hafi búist við segir Bjarni:

„Aðalega hef ég nú athugasemdir við það að við höfum verið með grófar áætlanir frá 2019 [...] það olli manni vonbrigðum. En það breytir því ekki að við höfum notað þessar uppfærðu tölur í ábatagreiningunni og niðurstaðann er áfram hin sama, að það er verulega mikill ábati af því að fara í framkvæmdirnar fyrir samfélagið.“

Hefur miklu betri tilfinningu

Spurður hvort hann hafi engar áhyggjur af því að kostaðurinn við áætlunina fari ekki umfram 311 milljarðana sem ráðgerðir eru í verkefnið segir Bjarni:

„Ég hef miklu betri tilfinningu á grundvelli þeirrar vinnu sem hefur verið unnin og með viðurkenndum aðverðum er búið að meta líkurnar á því að verkið verði annaðhvort dýrara eða ódýrara. Þannig við þekkjum óvissubilið sem að við erum að vinna með miklu betur en áður var.“

Þá bætir hann við að stjórnvöld hafi ekki stjórn á óvissuþáttunum sem snúa að fratíðinni, svo sem verðbólgu, launakostnaði og hráefniskostnaði.

„Auðvitað geta þessir þættir haft áhrif á raunkostnað verkefnisins þegar til lengri tíma er litið en gleymum ekki að ábatagreiningin sýnir verulega mikinn ávinning jafnvel þó að verkið hafi vaxið svona mikið í áætluðum kostnaði,“ segir Bjarni að lokum.

mbl.is