Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Bjarni Benediktsson segir að ekki sé hægt að komast að annari niðurstöðu en að nýr samgöngusáttmáli sé gífurlega mikill áfangi og algjör vatnaskil séu að verða í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.

Bjarni: Algjör vatnaskil í samgöngumálum

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 21. ágúst 2024

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Eyþór Árnason

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að ekki sé hægt að kom­ast að ann­ari niður­stöðu en að nýr sam­göngusátt­máli sé gíf­ur­lega mik­ill áfangi og al­gjör vatna­skil séu að verða í sam­göngu­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

Bjarni Bene­dikts­son seg­ir að ekki sé hægt að kom­ast að ann­ari niður­stöðu en að nýr sam­göngusátt­máli sé gíf­ur­lega mik­ill áfangi og al­gjör vatna­skil séu að verða í sam­göngu­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Það er svo langt frá því að vera sjálfsagt að ríki og sveit­ar­fé­lög geti náð sér sam­an um svona lang­tíma­sýn í jafn miklu grund­vall­ar­máli eins og sam­göngu­mál fyr­ir allt höfuðborg­ar­svæðið til 2040 eru. Það er ekki hægt að kom­ast að ann­ari niður­stöðu en að þetta sé gíf­ur­lega mik­ill áfangi,“ seg­ir Bjarni spurður hvort að mik­ill áfanga­sig­ur fel­ist í sátt­mál­an­um sem kynnt­ur var í dag.

Mark­ar mik­il tíma­mót

Þá tal­ar Bjarni um að sátt­mál­inn marki mik­il tíma­mót og að nokkr­ir hlut­ir valdi því.

„Í fyrsta lagi, að við séum að gera þetta í þró­unn­ar­fé­lagi þar sem ríkið er að virkja virði eigna sinna sem að ella liggja dauðar á efna­hags­reikn­ingn­um og eru ekki að gagn­ast. Það náum við að gera með Keldna­land­inu inni í Betri sam­göng­um ohf. og er nú 50 millj­arða virði í dag.

Í öðru lagi, að ríkið sé að stíga það skref núna og meta það sem svo að það sé óumflý­an­legt að koma að rekstr­in­um. Það eru gríðarlega mik­il tíma­mót.

Svo í þriðja lagi, erum við að ræða hér í dag af fullri al­vöru um gangna­gerð sem stund­um hef­ur borist í tal í gegn­um tíðina í tengsl­um við skipu­lags­mál á höfuðborg­ar­svæðinu en aldrei raun­gerst,“ út­skýr­ir Bjarni.

Veru­lega mik­ill ábati

Nokkuð hef­ur verið rætt um kostnað við nýja sátt­mál­ann en ráðgert er að hann verði 311 millj­arðar. Það er tals­verð hækk­un frá sátt­mál­an­um sem kynnt­ur var 2019 og átti að kosta 170 millj­arða.

Spurður hvort að kostnaður­inn hafi vaxið meira enn hann hafi bú­ist við seg­ir Bjarni:

„Aðal­ega hef ég nú at­huga­semd­ir við það að við höf­um verið með gróf­ar áætlan­ir frá 2019 [...] það olli manni von­brigðum. En það breyt­ir því ekki að við höf­um notað þess­ar upp­færðu töl­ur í ábata­grein­ing­unni og niðurstaðann er áfram hin sama, að það er veru­lega mik­ill ábati af því að fara í fram­kvæmd­irn­ar fyr­ir sam­fé­lagið.“

Hef­ur miklu betri til­finn­ingu

Spurður hvort hann hafi eng­ar áhyggj­ur af því að kostaður­inn við áætl­un­ina fari ekki um­fram 311 millj­arðana sem ráðgerðir eru í verk­efnið seg­ir Bjarni:

„Ég hef miklu betri til­finn­ingu á grund­velli þeirr­ar vinnu sem hef­ur verið unn­in og með viður­kennd­um aðverðum er búið að meta lík­urn­ar á því að verkið verði annaðhvort dýr­ara eða ódýr­ara. Þannig við þekkj­um óvissu­bilið sem að við erum að vinna með miklu bet­ur en áður var.“

Þá bæt­ir hann við að stjórn­völd hafi ekki stjórn á óvissuþátt­un­um sem snúa að fratíðinni, svo sem verðbólgu, launa­kostnaði og hrá­efn­is­kostnaði.

„Auðvitað geta þess­ir þætt­ir haft áhrif á raun­kostnað verk­efn­is­ins þegar til lengri tíma er litið en gleym­um ekki að ábata­grein­ing­in sýn­ir veru­lega mik­inn ávinn­ing jafn­vel þó að verkið hafi vaxið svona mikið í áætluðum kostnaði,“ seg­ir Bjarni að lok­um.

mbl.is