Fagnar því að Miklabraut fari í göng

Fagnar því að Miklabraut fari í göng

Einar Þorsteinsson borgarstjóri telur uppfærðan samgöngusáttmála vera mun raunhæfari og skynsamlegri en áður. Hann kveðst verulega ánægður með þá breytingu að Miklabraut verði að göngum en ekki sett í stokk. 

Fagnar því að Miklabraut fari í göng

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 21. ágúst 2024

Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á fundinum í dag.
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á fundinum í dag. mbl.is/Eyþór

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri tel­ur upp­færðan sam­göngusátt­mála vera mun raun­hæf­ari og skyn­sam­legri en áður. Hann kveðst veru­lega ánægður með þá breyt­ingu að Mikla­braut verði að göng­um en ekki sett í stokk. 

Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri tel­ur upp­færðan sam­göngusátt­mála vera mun raun­hæf­ari og skyn­sam­legri en áður. Hann kveðst veru­lega ánægður með þá breyt­ingu að Mikla­braut verði að göng­um en ekki sett í stokk. 

Ein­ar ræddi við blaðamann að lokn­um fundi í Saln­um í Kópa­vogi í dag þar sem upp­færður sam­göngusátt­máli var kynnt­ur. 

Hef­urðu áhyggj­ur af því að þegar horft verður til baka eft­ir nokk­ur ár, að það sjá­ist enn meiri hækk­an­ir? Eru þetta loka­töl­urn­ar?

„Ég held að það stjórn­kerfi sem verið er að byggja utan um sam­göngusátt­mál­ann núna sé mun skil­virk­ara. Það er kveðið á um kostnaðaraðhald í þess­um áætl­un­um. Auðvitað vit­um við samt að sam­göngu­vísi­tal­an svo­kallaða, um kostnað í verk­leg­um fram­kvæmd­um sem tengj­ast sam­göngu­mann­virkj­um, hef­ur hækkað um tugi pró­senta á und­an­förn­um árum. 

Eft­ir því sem Vega­gerðin og Betri sam­göng­ur og þeir sem hanna þessi mann­virki og und­ir­búa þau kom­ast lengra inn í hönn­un­ar­ferlið þá birt­ist kostnaður sem var ekki fyr­ir­séður áður. Auðvitað hef­ur maður áhyggj­ur af kostnaðinum við þetta verk­efni og ákveðin von­brigði að sjá hvernig þetta hef­ur þró­ast, eins og með brúnna Öldu. En ég tel að núna eft­ir alla þessa yf­ir­legu og end­ur­mót­un á verk­efn­inu, breytt stjórn­skipu­lag þess, sé meiri vissa í því hvernig við sjá­um fram­haldið þró­ast,“ seg­ir Ein­ar.

Einar Þorsteinsson borgarstjóri kveðst ánægður með að Miklabraut fari í …
Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóri kveðst ánægður með að Mikla­braut fari í göng en ekki stokk. Sam­set mynd/​Krist­inn Magnús­son/​Eggert Jó­hann­es­son

Treysta því að áætlan­ir stand­ist

Hann bend­ir á að auðvitað sé ein­hver óvissa þegar kem­ur að op­in­ber­um útboðum og að markaður­inn hafi mikið áhrifa­vald í þess­um efn­um.

„Þetta er kostnaðarsamt verk­efni, 310 millj­arðar. Ábata­grein­ing­in sýn­ir að það eru 1.140 millj­arðar ábati af henni. Þegar við erum hér, stjórn­mála­menn að taka ákvörðun, þá verðum viðað byggja þetta á gögn­um. Ábat­astuðull­inn, hvað þetta verk­efni snert­ir, er með því hæsta sem við höf­um séð. Sunda­braut­in er á pari við þetta og gríðarlega ábata­söm fram­kvæmd. Þannig ég held að við höld­um áfram í því trausti að áætlan­ir stand­ist,“ seg­ir Ein­ar.

Hefðirðu viljað lengri tíma í end­ur­skoðun til að meta hvort þetta sé rétt skref?

Nú hafa viðræður um upp­færslu á þess­um sátt­mála hafa staðið yfir í á annað ár. Ég hef frek­ar verið á þeirri línu að það hafi tekið of lang­an tíma að upp­færa sátt­mál­ann af því að íbú­um ligg­ur á að fá hér sam­göngu­úr­bæt­ur. Bæði hvað varðar stofn­veg­ina, hvað varðar al­menn­ings­sam­göng­ur, hjóla­stíga, um­ferðarör­yggi, ljós­a­stýr­ingu. Það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir betra sam­göngu­kerfi á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Ein­ar.

Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Svandís Svavarsdóttir og Einar Þorsteinsson …
Bjarni Bene­dikts­son, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, Svandís Svavars­dótt­ir og Ein­ar Þor­steins­son í Saln­um í Kópa­vogi í dag. mbl.is/​Eyþór

Skyn­sam­legt að teygja úr sátt­mál­an­um

Upp­haf­lega átti sátt­mál­inn að ná til árs­ins 2033 en hef­ur hann nú verið fram­lengd­ur til árs­ins 2040. Ein­ar tel­ur það vera skyn­sam­lega nálg­un.

„Það er verið að dreifa fram­kvæmd­un­um á aðeins lengra tíma­bil. Það er skyn­sam­legt bæði upp flæði á meðan fram­kvæmd­um stend­ur, þannig að við lok­um ekki öllu í einu, og líka upp á fjár­fest­ing­ar­kostnaðinn sem er um­tals­verður og óút­færður seinni hluta áætl­un­ar­inn­ar, að hluta til. Ég held að þetta sé raun­hæf­ari, skyn­sam­legri, jarðbundn­ari og öfl­ugri sátt­máli held­ur en hann var fyr­ir og ég er ánægður með hann,“ seg­ir Ein­ar.

Ertu sátt­ur með þær breyt­ing­ar sem verða í Reykja­vík?

„Nú er ég hluti af hópi sex for­svars­manna sveit­ar­fé­laga hérna á höfuðborg­ar­svæðinu. Öll höf­um við okk­ar ósk­ir og drauma um hvað á að fara fyrst í fram­kvæmd­ir. Niðurstaðan er bara mjög ásætt­an­leg fyr­ir okk­ur öll. Stóru tíðind­in fyr­ir Reykja­vík er að Mikla­braut­in fer í göng en ekki stokk. Það er al­gjört lyk­il­atriði að svo verði því fram­kvæmda­tím­inn á stokki og áhrif­in á um­ferð í Reykja­vík yrði gríðarleg á fram­kvæmda­tím­an­um. Hún tæki nokk­ur ár í fram­kvæmd og á meðan yrði allt stopp. Ég hef haft mikl­ar áhyggj­ur af þessu og gangna­lausn sem ég hef talað fyr­ir lengi er nú orðin niðurstaðan. Það er gríðarlega já­kvætt,“ seg­ir Ein­ar.

mbl.is