Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætlunin hefði ekki hækkað svona mikið á milli uppfærsla en þetta er bara staðan sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs um nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var í dag.

Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 21. ágúst 2024

Ásdís Kristjánsdóttir, hér fjærst til vinstri, ásamt öðrum sveitarstjórum sveitarfélaga …
Ásdís Kristjánsdóttir, hér fjærst til vinstri, ásamt öðrum sveitarstjórum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Regínu Ásvaldsdóttur, formanni stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór Árnason

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætl­un­in hefði ekki hækkað svona mikið á milli upp­færsla en þetta er bara staðan sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs um nýj­an sam­göngusátt­mála sem kynnt­ur var í dag.

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætl­un­in hefði ekki hækkað svona mikið á milli upp­færsla en þetta er bara staðan sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Ásdís Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Kópa­vogs um nýj­an sam­göngusátt­mála sem kynnt­ur var í dag.

Ríkið og sex sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu gerðu í dag sam­komu­lag um upp­færðan sátt­mála sem fel­ur í sér upp­bygg­ingu á sam­göngu­innviðum og al­menn­ings­sam­göng­um á svæðinu til árs­ins 2040.

Var nýi sátt­mál­inn kynnt­ur í Saln­um í Kópa­vogi fyrr í dag og ræddi Ásdís við blaðamann mbl.is að kynn­ingu lok­inni.

Get­um vel við unað

Ásdís seg­ir að gríðarleg innviðaskuld hafi safn­ast upp gagn­vart höfuðborg­ar­svæðinu. Upp­færsla sam­göngusátt­mál­ans hafi tekið þó nokk­urn tíma en að nú séu já­kvæðari tím­ar fram und­an fyr­ir sam­göngu­kerfi höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Það er auðvitað bara verið að vanda til verka og ég vil nú bara segja eins og er, sem bæj­ar­stjóri Kópa­vogs, að við get­um vel við unað og ég tel að hér erum við að stuðla að greiðari sam­göng­um fyr­ir Kópa­vogs­búa sem og aðra höfuðborg­ar­búa.“

Fyrsti áfangi borg­ar­lín­urn­ar mun eiga sér stað í Kópa­vogi og nefn­ir Ásdís að for­senda þess að Kópa­vogs­bær myndi halda áfram með verk­efnið væri að ríkið myndi vera með aðkomu að rekstri borg­ar­lín­urn­ar. Eitt­hvað sem nú hef­ur verið skrifað und­ir í hinum nýja sátt­mála.

„Það var í raun lyk­il­for­senda þess og við lögðum ríka áherslu á það og þess vegna get ég sagt að ég er mjög sátt með þessa niður­stöðu.“

Vinnu­brögð hafi verið óá­sætt­an­leg

Ráðgert er að kostnaður­inn sem fylgi þeim fram­kvæmd­um sem upp­færður sátt­máli ger­ir ráð fyr­ir verði rúm­lega 311 millj­arðar. Um er að ræða tölu­verða hækk­un frá upp­runa­lega sátt­mál­an­um sem kynnt­ur var 2019 en þá var áætlaður kostnaður 170 millj­arðar.

Eru áhyggj­ur um að verð muni hækka enn meira með kom­andi árum?

„Ég skil vel þessa gagn­rýni sem er að koma fram og þetta ósætti sem rík­ir um sam­göngusátt­mál­ann. Það er ákveðin tor­tryggni sem rík­ir og fyr­ir því eru al­veg góðar og gild­ar ástæður,“ seg­ir Ásdís og bæt­ir við að vinnu­brögðin hafi ekki verið ásætt­an­leg að sínu mati, þar sem áætlan­ir hafi eng­an veg­inn staðist. 

„Það var ekki unnið nægi­lega vel að þeim og það var í raun það sem ég benti á í árs­byrj­un 2023 að við get­um ekki haldið áfram á þess­ari braut ef við vit­um ekki einu sinni hvað sam­göngusátt­mál­inn mun kosta. Ég sá það bara að þess­ar áætlan­ir voru fjarri sann­leik­an­um,“ seg­ir Ásdís.

„Þess vegna var farið í þá vinnu líka að upp­færa sam­göngusátt­mál­ann þannig að við vit­um þó hvernig áætlan­ir líta út og við vit­um hvað við höf­um í hönd­un­um. En það sem hef­ur líka gerst er, vegna þess að stjórn­skipu­lagið og verk­efni hafa ekki verið nægi­lega ná­lægt eig­end­un­um, eins og menn segja, að þá hafa áætlan­ir ekki staðist. Kostnaður­inn hef­ur blásið út og við höf­um svo­lítið upp­lifað eins og verk­efni séu á ákveðinni sjálf­stýr­ingu,“ seg­ir bæj­ar­stjór­inn. 

Nefn­ir hún að með nýja sátt­mál­an­um sé verið að tryggja breytt stjórn­skipu­lag og sé nú ábyrgðin og stýr­ing verk­efna hjá bæj­ar­fé­lög­um. Það sé nú á kjörn­um full­trú­um sem og þing­mönn­um að veita það aðhald sem til þarf þannig að áætlan­ir muni stand­ast og að kostnaður hald­ist inn­an þess sem gert er ráð fyr­ir.

Áætluð verklok á Arn­ar­nes­veg verði 2026

Spurð um þau verk­efni sem eru nú fremst á blaði í Kópa­vogi nefn­ir Ásdís Foss­vogs­brúnna, Arn­ar­nes­veg og borg­ar­lín­una.

„Foss­vogs­brú­in er al­veg mjög mik­il­væg sam­göngu­bót á höfuðborg­ar­svæðinu og líka fyr­ir Kárs­nesið. Hún er bú­inn að vera í skipu­lagi Kópa­vogs frá 2018 og það skipu­lag og sú upp­bygg­ing sem hef­ur átt sér stað á Kárs­nes­inu bygg­ir á því og treyst­ir því að Foss­vogs­brú­in muni koma,“ seg­ir Ásdís.

Hún bæt­ir við að nú sé Arn­ar­nes­veg­ur­inn einnig far­inn í gang og áætluð verklok þar árið 2026. „Svo er fyrsti áfangi borg­ar­lín­urn­ar líka í Kópa­vogi. Ég geri ekki ráð fyr­ir öðru en að við Kópa­vogs­bú­ar séum svo sann­ar­lega sátt­ir með það.“

Tek­ur Ásdís fram að hún hefði viljað sjá lægri kostnað en að þetta sé ein­fald­lega staðan sem staðið er frammi fyr­ir.

„Ég hef ekki heyrt lausn sem er fljót­virk­ari, ódýr­ari eða raun­hæf­ari. Þannig þetta er að mínu mati staðan. Við þurf­um að bregðast við þeim um­ferðar­vanda sem við blas­ir. Þetta er kostnaðarsamt verk­efni, ég viður­kenni það fús­lega. Ég hefði viljað sjá kostnaðinn lækka en niðurstaðan er þessi.“

mbl.is