Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætlunin hefði ekki hækkað svona mikið á milli uppfærsla en þetta er bara staðan sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs um nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var í dag.

Segir gríðarlega innviðaskuld hafa safnast upp

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 21. ágúst 2024

Ásdís Kristjánsdóttir, hér fjærst til vinstri, ásamt öðrum sveitarstjórum sveitarfélaga …
Ásdís Kristjánsdóttir, hér fjærst til vinstri, ásamt öðrum sveitarstjórum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Regínu Ásvaldsdóttur, formanni stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Eyþór Árnason

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætlunin hefði ekki hækkað svona mikið á milli uppfærsla en þetta er bara staðan sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs um nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var í dag.

„Auðvitað hefði ég viljað sjá að áætlunin hefði ekki hækkað svona mikið á milli uppfærsla en þetta er bara staðan sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs um nýjan samgöngusáttmála sem kynntur var í dag.

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gerðu í dag samkomulag um uppfærðan sáttmála sem felur í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á svæðinu til ársins 2040.

Var nýi sáttmálinn kynntur í Salnum í Kópavogi fyrr í dag og ræddi Ásdís við blaðamann mbl.is að kynningu lokinni.

Getum vel við unað

Ásdís segir að gríðarleg innviðaskuld hafi safnast upp gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Uppfærsla samgöngusáttmálans hafi tekið þó nokkurn tíma en að nú séu jákvæðari tímar fram undan fyrir samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.

„Það er auðvitað bara verið að vanda til verka og ég vil nú bara segja eins og er, sem bæjarstjóri Kópavogs, að við getum vel við unað og ég tel að hér erum við að stuðla að greiðari samgöngum fyrir Kópavogsbúa sem og aðra höfuðborgarbúa.“

Fyrsti áfangi borgarlínurnar mun eiga sér stað í Kópavogi og nefnir Ásdís að forsenda þess að Kópavogsbær myndi halda áfram með verkefnið væri að ríkið myndi vera með aðkomu að rekstri borgarlínurnar. Eitthvað sem nú hefur verið skrifað undir í hinum nýja sáttmála.

„Það var í raun lykilforsenda þess og við lögðum ríka áherslu á það og þess vegna get ég sagt að ég er mjög sátt með þessa niðurstöðu.“

Vinnubrögð hafi verið óásættanleg

Ráðgert er að kostnaðurinn sem fylgi þeim framkvæmdum sem uppfærður sáttmáli gerir ráð fyrir verði rúmlega 311 milljarðar. Um er að ræða tölu­verða hækk­un frá upp­runa­lega sátt­mál­an­um sem kynnt­ur var 2019 en þá var áætlaður kostnaður 170 millj­arðar.

Eru áhyggjur um að verð muni hækka enn meira með komandi árum?

„Ég skil vel þessa gagnrýni sem er að koma fram og þetta ósætti sem ríkir um samgöngusáttmálann. Það er ákveðin tortryggni sem ríkir og fyrir því eru alveg góðar og gildar ástæður,“ segir Ásdís og bætir við að vinnubrögðin hafi ekki verið ásættanleg að sínu mati, þar sem áætlanir hafi engan veginn staðist. 

„Það var ekki unnið nægilega vel að þeim og það var í raun það sem ég benti á í ársbyrjun 2023 að við getum ekki haldið áfram á þessari braut ef við vitum ekki einu sinni hvað samgöngusáttmálinn mun kosta. Ég sá það bara að þessar áætlanir voru fjarri sannleikanum,“ segir Ásdís.

„Þess vegna var farið í þá vinnu líka að uppfæra samgöngusáttmálann þannig að við vitum þó hvernig áætlanir líta út og við vitum hvað við höfum í höndunum. En það sem hefur líka gerst er, vegna þess að stjórnskipulagið og verkefni hafa ekki verið nægilega nálægt eigendunum, eins og menn segja, að þá hafa áætlanir ekki staðist. Kostnaðurinn hefur blásið út og við höfum svolítið upplifað eins og verkefni séu á ákveðinni sjálfstýringu,“ segir bæjarstjórinn. 

Nefnir hún að með nýja sáttmálanum sé verið að tryggja breytt stjórnskipulag og sé nú ábyrgðin og stýring verkefna hjá bæjarfélögum. Það sé nú á kjörnum fulltrúum sem og þingmönnum að veita það aðhald sem til þarf þannig að áætlanir muni standast og að kostnaður haldist innan þess sem gert er ráð fyrir.

Áætluð verklok á Arnarnesveg verði 2026

Spurð um þau verkefni sem eru nú fremst á blaði í Kópavogi nefnir Ásdís Fossvogsbrúnna, Arnarnesveg og borgarlínuna.

„Fossvogsbrúin er alveg mjög mikilvæg samgöngubót á höfuðborgarsvæðinu og líka fyrir Kársnesið. Hún er búinn að vera í skipulagi Kópavogs frá 2018 og það skipulag og sú uppbygging sem hefur átt sér stað á Kársnesinu byggir á því og treystir því að Fossvogsbrúin muni koma,“ segir Ásdís.

Hún bætir við að nú sé Arnarnesvegurinn einnig farinn í gang og áætluð verklok þar árið 2026. „Svo er fyrsti áfangi borgarlínurnar líka í Kópavogi. Ég geri ekki ráð fyrir öðru en að við Kópavogsbúar séum svo sannarlega sáttir með það.“

Tekur Ásdís fram að hún hefði viljað sjá lægri kostnað en að þetta sé einfaldlega staðan sem staðið er frammi fyrir.

„Ég hef ekki heyrt lausn sem er fljótvirkari, ódýrari eða raunhæfari. Þannig þetta er að mínu mati staðan. Við þurfum að bregðast við þeim umferðarvanda sem við blasir. Þetta er kostnaðarsamt verkefni, ég viðurkenni það fúslega. Ég hefði viljað sjá kostnaðinn lækka en niðurstaðan er þessi.“

mbl.is