Því hefur lengi verið haldið fram að hver og einn einstaklingur eigi sér tvífara einhvers staðar úti í hinum stóra heimi en hvar er ómögulegt að segja til um.
Því hefur lengi verið haldið fram að hver og einn einstaklingur eigi sér tvífara einhvers staðar úti í hinum stóra heimi en hvar er ómögulegt að segja til um.
Því hefur lengi verið haldið fram að hver og einn einstaklingur eigi sér tvífara einhvers staðar úti í hinum stóra heimi en hvar er ómögulegt að segja til um.
Hin nýkrýnda Ungfrú Ísland á sér svo sannarlega Hollywood-tvífara og mögulega fleiri en einn.
Sóldís Vala Ívarsdóttir, 18 ára gömul Árbæjarmær, þykir einstaklega lík bandarísku leik- og söngkonunni Selenu Gomez og af myndum að dæma þá gætu þær verið systur.
Tvífararnir eiga það sameiginlegt að hafa sigrað í fegurðarsamkeppnum, en Gomez keppti í fegurðarsamkeppni barna sem ung stúlka og vann.
Sóldís Vala bar sigur úr býtum í íslensku fegurðarsamkeppninni sem fram fór í Gamla bíói þann 14. ágúst síðastliðinn. Hún verður því fulltrúi Íslands í keppninni Ungfrú Heimur (e. Miss Universe) sem fram fer í Mexíkó í nóvember.