„Búin að fá upp í kok af innantómu blaðri“

„Búin að fá upp í kok af innantómu blaðri“

„Þetta er bara kosningaloforð. Þeir eru byrjaðir að lofa milljörðum. Talandi um 16 milljarða á ári. Ríkissjóður er rekinn með gríðarlegum halla eins og við vitum og við erum að glíma hér við verstu efnahagsstjórn í heimi,“ segir formaður Flokk fólksins, Inga Sæland, um nýjan samgöngusáttmála sem var undirritaður í gær.

„Búin að fá upp í kok af innantómu blaðri“

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 22. ágúst 2024

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er bara kosn­ingalof­orð. Þeir eru byrjaðir að lofa millj­örðum. Talandi um 16 millj­arða á ári. Rík­is­sjóður er rek­inn með gríðarleg­um halla eins og við vit­um og við erum að glíma hér við verstu efna­hags­stjórn í heimi,“ seg­ir formaður Flokk fólks­ins, Inga Sæ­land, um nýj­an sam­göngusátt­mála sem var und­ir­ritaður í gær.

„Þetta er bara kosn­ingalof­orð. Þeir eru byrjaðir að lofa millj­örðum. Talandi um 16 millj­arða á ári. Rík­is­sjóður er rek­inn með gríðarleg­um halla eins og við vit­um og við erum að glíma hér við verstu efna­hags­stjórn í heimi,“ seg­ir formaður Flokk fólks­ins, Inga Sæ­land, um nýj­an sam­göngusátt­mála sem var und­ir­ritaður í gær.

Seg­ir formaður­inn rík­is­stjórn­ina ekki vita hvort hún sé að koma eða fara.

„Nú eru þeir all­mörg­um árum seinna að átta sig á því að það þýðir ekki að ætla að fara að setja Miklu­braut­ina í stokk því hvað ætti þá að gera við all­ar tugþúsund­ir bif­reiða sem eru að reyna að koma sér til og frá vinnu og skóla. Nú eiga að koma göng,“ seg­ir Inga.

„Þeir vita í raun­inni næst­um ekki neitt. Það er nú bara þannig. Ég segi að þetta sé eitt af þess­um skálapar­tí­um. Þetta er í þriðja sinn sem þeir eru að skrifa und­ir svona sam­göngusátt­mála og borg­ar­stjór­inn miðaði við 12 millj­óna Par­ís­ar­borg. Ég meina við erum 100.000 hérna í Reykja­vík. Kannski eitt­hvað um 160.000 á öllu höfuðborg­ar­svæðinu, ég veit það ekki al­veg,“ bæt­ir formaður­inn við.

Rétt er að taka fram að sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar er íbúa­fjöldi í Reykja­vík­ur­borg rúm­lega 143.000 og íbúa­fjöldi á höfuðborg­ar­svæðinu um 253.000.

Hef­ur enga trú á gild­is­tíma

Seg­ir Inga að vand­fund­inn sé verri efna­hags­stjórn þegar litið er til lýðræðis- og rétt­ar­ríkja og að um sé að ræða enn eitt lof­orðið.

„Maður er eig­in­lega búin að fá upp í kok af inn­an­tómu blaðri og ég myndi gjarn­an fara að sjá ein­hverj­ar raun­veru­leg­ar aðgerðir. Aðgerðir til að taka utan um sam­fé­lag í sár­um.“

Þá hef­ur hún litla sem enga trú á gild­is­tíma sátt­mál­ans, en hann er til 2040.

„Eig­um við þá ekki að mæla það frek­ar að það verði kannski til 2500. Þeir eru að kort­leggja okk­ur ansi oft langt fram í tím­ann og þeir verða ekki með nein völd leng­ur, þess­ir aðilar sem eru að skrifa und­ir sátt­mál­ann. Þetta eru draumór­ar.“

„Vita ekk­ert hvað þeir eru að fara út í“

Seg­ir formaður­inn verk­efnið rjúka langt fram úr kostnaðaráætl­un og set­ur spurn­ing­ar­merki við hvernig ríkið muni fjár­magna verk­efnið þegar rík­is­sjóður er rek­inn með halla.

Aðspurð um um­ferðar­gjöld sem verða tek­inn upp sem hluti af fjár­mögn­um sátt­mál­ans seg­ir Inga að yf­ir­völd hafi ekki hug­mynd um hvernig eigi að tak­ast á við þau.

„Hvenær ætla þeir að byrja að rukka og hvernig ætla þeir að rukka? Hvar ætla þeir að rukka? Þeir vita ekki neitt. Þeir vita ekk­ert hvað þeir eru að fara út í. Það eru allskon­ar vanga­velt­ur um hitt og þetta og það eina sem þeir vita er að þeir ætla að taka 16 millj­arða á ári úr rík­is­sjóði,“ seg­ir Inga en tek­ur jafn­framt einnig fyr­ir þá ákvörðun að nota Keldna­landið sem út­borg­un borg­ar­lín­unn­ar.

„Þeir eru ný­bún­ir að gefa borg­inni Keldna­landið sem út­borg­un í þessa borg­ar­línu. Keldna­landið sem við átt­um að vera að byggja upp hérna fyr­ir nýtt íbúðar­hverfi hérna í Reykja­vík og rík­is­valdið átti að taka ábyrgð á því að hús­næðismarkaður­inn væri ekki orðinn svona hrika­lega mik­ill baggi á sam­fé­lag­inu og efna­hags­ástand­inu í land­inu eins og raun ber vitni.“

Á kynn­ing­ar­fundi um sam­göngu­áætlun­ina í gær kom fram að heild­ar­kostnaður verk­efn­is­ins sé 311 millj­arðar og verður kostnaður­inn á milli 14 og 19 millj­arðar ár­lega. Þó ber að taka fram að sveit­ar­fé­lög­in munu fjár­magna 12,5% sátt­mál­ans með bein­um fram­lög­um. Ríkið mun fjár­magna 87,5% og verður það fjár­magn með bein­um fram­lög­um, ábata af sölu af Keldna­landi og tekj­um af um­ferð eða með ann­arri fjár­mögn­un. 

Eiga að hætta að reyna að stefna okk­ur í strætó

„Þetta er nú farið að verða svo­lítið vel í lagt þannig ég hef ill­an bif­ur á þessu. Ég er al­gjör­lega á móti því að þeir séu alltaf í sín­um berg­máls­drauma­svefni. Ég held að það sé kom­inn tími til þess að þeir fari að vinna að hag sam­fé­lags­ins í heild sinni og hætta að reyna að stefna okk­ur í strætó hér, kafandi í snjó um há­vet­ur og annað slíkt þegar við vild­um frek­ar eiga val á því sjálf hvernig við hug­um að okk­ar ferðamáta þegar við erum að ferðast inn­an borg­ar­inn­ar,“ seg­ir formaður­inn að lok­um.

mbl.is