Hefur ekki farið út úr húsi eftir slysið

Poppkúltúr | 22. ágúst 2024

Hefur ekki farið út úr húsi eftir slysið

Breski leikarinn Ian McKell­en, sem fór með hlutverk Gandálfsins í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, sagður forðast það að fara út úr húsi eftir að hann lenti í slysi í júní, en þá féll hann af leiksviði í miðri leiksýningu í Lundúnum.

Hefur ekki farið út úr húsi eftir slysið

Poppkúltúr | 22. ágúst 2024

Leikarinn Ian McKell­en reynir hvað hann getur til að komast …
Leikarinn Ian McKell­en reynir hvað hann getur til að komast aftur á svið. Ljósmynd/Frederic Aranda

Breski leikarinn Ian McKell­en, sem fór með hlutverk Gandálfsins í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, sagður forðast það að fara út úr húsi eftir að hann lenti í slysi í júní, en þá féll hann af leiksviði í miðri leiksýningu í Lundúnum.

Breski leikarinn Ian McKell­en, sem fór með hlutverk Gandálfsins í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, sagður forðast það að fara út úr húsi eftir að hann lenti í slysi í júní, en þá féll hann af leiksviði í miðri leiksýningu í Lundúnum.

McKallen sagði í samtali við tímaritið Saga Magazine að hann hafi ekki viljað fara af heimili sínu síðan slysið átti sér stað, en það flísaðist meðal annars upp úr hryggjalið og ristin á honum brotnaði í slysinu.

„Hryggurinn og ristin hafa enn ekki jafnað sig,“ sagði leikarinn. „Ég forðast það að fara út úr húsi vegna þess að ég óttast það að einhver rekist utan í mig, og ég hef verið að fást við kvalarfullan sársauka í öxlunum mínum vegna áfallsins sem líkaminn varð fyrir.“

McKell­en segir það heppni að ekki hafi farið verr og að fitubúningurinn sem hann klæddist í sýningunni hafi bjargað honum. Ástríðan fyrir leiklistinni er hvergi nærri horfin hjá leikaranum sem er 85 ára gamall. Þegar slysið átti sér stað óttaðist hann það mest að geta ekki leikið lengur en hann fer með hlutverk í leikritinu Player Kings.

„Þetta var bara slys. Ég missti ekki meðvitund, ég hef ekki verið með neinn svima, en ég hef ekki getað stigið aftur á svið og þau hafa haldið áfram án mín,“ sagði McKell­en.

Leikarinn stefnir á að snúa til baka en læknar hans hafa stöðugt minnt hann á að það gerist ekki án góðrar hvíldar og að hann þurfi nokkrar vikur í viðbót hið minnsta.

New York Post

mbl.is