Ísraelum brigslað um pyntingar

Ísrael/Palestína | 22. ágúst 2024

Fordæmir hrottalegar aðfarir Ísraela

Alice Jill Edwards, skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna um pyntingar og ómannúðlega meðferð fanga, fordæmir það sem hún kallar „sérstaklega hrottafengnar“ aðfarir Ísraela í garð palestínsks fanga sem sætti kynferðislegri misnotkun af hendi ísraelskra hermanna.

Fordæmir hrottalegar aðfarir Ísraela

Ísrael/Palestína | 22. ágúst 2024

Eiginkona og sonur palestínsks manns, sem setið hefur í haldi …
Eiginkona og sonur palestínsks manns, sem setið hefur í haldi Ísraela, taka á móti honum í Khan Yunis í fyrradag. Skýrsla Sameinuðu þjóðanna afhjúpar grimmilegar kynferðislegar pyntingar Ísraela í garð palestínskra fanga. AFP/Bashar Taleb

Alice Jill Edwards, skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna um pyntingar og ómannúðlega meðferð fanga, fordæmir það sem hún kallar „sérstaklega hrottafengnar“ aðfarir Ísraela í garð palestínsks fanga sem sætti kynferðislegri misnotkun af hendi ísraelskra hermanna.

Alice Jill Edwards, skýrsluhöfundur Sameinuðu þjóðanna um pyntingar og ómannúðlega meðferð fanga, fordæmir það sem hún kallar „sérstaklega hrottafengnar“ aðfarir Ísraela í garð palestínsks fanga sem sætti kynferðislegri misnotkun af hendi ísraelskra hermanna.

„Pyntingar af kynferðislegum toga og önnur kynferðisleg ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð er ekki réttlætanleg undir nokkrum kringumstæðum,“ segir Edwards í yfirlýsingu sem hún hefur sent frá sér um þetta tiltekna mál.

Eftir því sem ísraelsk ákæruyfirvöld greina frá hafa þeir hermenn, sem liggja undir grun, verið hnepptir í varðhald meðan á rannsókn málsins stendur en árásin á fangann palestínska er sögð hafa átt sér stað í Sde Teiman-fangelsinu í Negev-eyðimörkinni í Suður-Ísrael.

Margir hafi fallið fyrir eigin her

Ísraelska utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters-fréttastofunnar um málið en Sameinuðu þjóðunum hefur borist fjöldi skýrslna um meintar pyntingar palestínskra fanga frá því vígamenn Hamas-samtakanna réðust inn í Ísrael í október í fyrra og myrtu á tólfta hundrað manns eftir því sem ísraelsk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka.

Síðan hefur ísraelska dagblaðið Haaretz þó greint frá því að margir þeirra 1.139 ísraelsku hermanna og borgara sem féllu í innrásinni hafi í raun orðið fórnarlömb eigin skriðdreka og þyrlna Ísraelshers en ekki innrásarliðs Hamas-samtakanna.

Rúmlega 40.000 manns hafa fallið á Gasasvæðinu í tíu mánaða langri árás Ísraela eftir því sem palestínsk stjórnvöld greina frá en auk þess eru þúsundir Palestínumanna sagðir í haldi Ísraela samkvæmt skýrslum Sameinuðu þjóðanna.

Hamas-samtökin hafa nú ítrekað ákall sitt til alþjóðasamfélagsins um óháða rannsókn á ofbeldisverkum Ísraela í garð palestínskra borgara.

Eftir því sem ísraelsku mannréttindasamtökin B'Tselem greina frá í skýrslu hafa Ísraelar komið sér upp kerfisbundnu misnotkunar- og pyntingaferli sem þeir beita fanga sína síðan væringarnar á Gasasvæðinu hófust.

Reuters

The Jerusalem Post

The Times of Israel

mbl.is