Leyndarmálið á bak við hamingjuríkt 30 ára hjónaband

Dagmál | 22. ágúst 2024

Leyndarmálið á bak við hamingjuríkt 30 ára hjónaband

Baldvin Jónsson, eða Baddi markþjálfi líkt og hann er gjarnan kallaður, hefur undanfarin ár aðstoðað einstaklinga, pör og fyrirtæki við að hámarka hamingju, afköst og árangur með markvissri samtalsmeðferð þar sem viðhorfsbreyting er að stórum hluta notuð sem vopn til vaxtar. 

Leyndarmálið á bak við hamingjuríkt 30 ára hjónaband

Dagmál | 22. ágúst 2024

Baldvin Jónsson, eða Baddi markþjálfi líkt og hann er gjarnan kallaður, hefur undanfarin ár aðstoðað einstaklinga, pör og fyrirtæki við að hámarka hamingju, afköst og árangur með markvissri samtalsmeðferð þar sem viðhorfsbreyting er að stórum hluta notuð sem vopn til vaxtar. 

Baldvin Jónsson, eða Baddi markþjálfi líkt og hann er gjarnan kallaður, hefur undanfarin ár aðstoðað einstaklinga, pör og fyrirtæki við að hámarka hamingju, afköst og árangur með markvissri samtalsmeðferð þar sem viðhorfsbreyting er að stórum hluta notuð sem vopn til vaxtar. 

Í Dagmálum ræðir Baldvin um hlutverk markþjálfa og með hvaða hætti markþegar geta hagnýtt sér verkfæri markþjálfunar í daglegu lífi til að auka vellíðan. 

Hjónabandið aldrei verið betra

Baldvin er fjölskyldumaður og þekkir hraðann í samfélaginu vel af eigin raun. Eftir að hann fór að stúdera markþjálfun og tileinka sér verkfæri hennar í sínu daglega lífi tók líf hans miklum breytingum til hins betra. Í dag hefur hann ástríðu fyrir því að aðstoða markþega sína í að taka fyrsta skrefið og hefja vegferð til vaxtar, bæta venjur, setja mörk, finna ný tækifæri og auka vellíðan hvort heldur sem persónur eða í parasambandi.

„Sama með hjónabandið, við höfum bæði lagt á okkur mikla vinnu bæði sem einstaklingar og saman til þess að gera alls konar hluti og einhvern veginn höfum við aldrei verið nánari eftir að verða 30 ár bráðum,“ segir Baldvin um eigið hjónaband.

Segir þú já fyrir já?

Hann segir hamingjuríkt hjónaband ekki skapast af sjálfu sér heldur sé mikilvægt að rækta góð samskipti og nánd. Þá segir hann ekki síður mikilvægt að báðir aðilar hjónabandsins fái að njóta þess að vera þeir sjálfir.

Leyndarmálið á bak við hamingjuríkt hjónaband segir hann sambland af mörgu. Þrátt fyrir að pör missi stundum úr takt þá sé ekki alltaf eitthvað að óttast.

„Það eru nokkrir þættir sem ég myndi segja að væru algjör lykilatriði en það er alltaf svo ódýrt einhvern veginn að byrja að telja upp svona atriði og gleyma öllu hinu eða skilja eftir eða eitthvað svona en eitt sem hefur ekki verið í mínu sambandi er já til þess að fá já,“ segir hann.

„Það er ótrúlega algengt í samböndum að þig langar að gera eitthvað og maki þinn leyfir það eða samþykkir, í fyrsta lagi þá er enginn sem á að geta gefið þér leyfi þú ert bara fullorðinn og gerir það sem þú vilt, en hinn aðilinn samþykkir það einhvern veginn í þeirri von að hann eigi þá eitthvað inni,“ útskýrir Baldvin.  

„Þetta er eitthvað sem hefur ekki verið í mínu sambandi í alveg ótrúlega langan tíma og ég bara elska þegar henni dettur í hug að gera eitthvað og hvet hana áfram í því og öfugt.“ 

Heiðarleiki stuðlar að heilbrigðu sambandi

„Annað er bara heiðarleiki. Það er fullt af fólki sem fær bara nánast kvíðakast þegar það heyrir orðið heiðarleiki og heldur að það þurfi að segja makanum bara allt. Ef þú vilt það þá er það frábært en ef ekki þá bara nei, en hvað ertu að velja? Heiðarleiki þýðir alls konar,“ segir hann og vísar til þeirrar staðreyndar að heiðarleiki og traust vinna saman að því að viðhalda heilbrigðu hjónabandi. 

„Númer eitt, tvö og þrjú fyrir mig er þetta bara að eiga nánd, vera heiðarlegur í samskiptunum okkar, vera heiðarlegur í upplifunum mínum í samskiptunum okkar, vera heiðarlegur í hvað mig raunverulega langar,“ segir Baldvin og telur eðlilegt að hjón og pör fáist við ólíka hluti eða hafi ólíka sýn. Af því sé hægt að draga lærdóm hvort af öðru.

Krumpuð samskipti hafa sitt að segja

„Sums staðar í sambandinu okkar eigum við fullkomlega samleið og sums staðar í sambandinu erum við að gera bara eitthvað allt annað og ólíka hluti. Það þarf að vera heiðarlegur með það líka og leyfa því að vera til. Þessi ótti við að við vöxum í sundur ef við lærum eitthvað nýtt og hinn ekki, auðvitað gerist það oft en er það út af því eða er það kannski út af einhverjum fullt af öðrum krumpum sem voru í samskiptunum fyrir,“ segir Baldvin. 

„Sem algjör leikmaður og enginn sérfræðingur þá held ég að algengasta ástæðan fyrir því að við vöxum í sundur er bara að við hættum að rækta það að vera saman.“ 

mbl.is