Ana Victoria Espino de Santiago skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna nýverið þegar hún útskrifaðist með lögfræðipróf frá Universidad Autónoma de Zacatecas í Mexíkó. Hún er fyrsta manneskjan með downs-heilkenni í heiminum til að útskrifast sem lögfræðingur.
Ana Victoria Espino de Santiago skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna nýverið þegar hún útskrifaðist með lögfræðipróf frá Universidad Autónoma de Zacatecas í Mexíkó. Hún er fyrsta manneskjan með downs-heilkenni í heiminum til að útskrifast sem lögfræðingur.
Ana Victoria Espino de Santiago skráði nafn sitt á spjöld sögubókanna nýverið þegar hún útskrifaðist með lögfræðipróf frá Universidad Autónoma de Zacatecas í Mexíkó. Hún er fyrsta manneskjan með downs-heilkenni í heiminum til að útskrifast sem lögfræðingur.
Ljósmynd af de Santiago með útskriftarhúfu á höfði og skírteini í hönd hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og hefur fjöldinn allur af fólki óskað útskriftarnemanum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Þessi mikilvægi áfangi de Santiago hefur veitt miklum fjölda barna og ungmenna innblástur og hvatningu. Sömuleiðis er hann sagður geta endurskilgreint hvað sé mögulegt fyrir einstaklinga með fötlun þegar kemur að vali á námi, starfi eða starfsferli.
de Santiago, sem er 25 ára, vill að reynsla sín nýtist öðrum og stefnir hún á að nota lögfræðigráðuna til að berjast fyrir réttindum fatlaðs fólks.