„Borgarlínukirkjan“ vilji ekki bæta umferðarflæðið

„Borgarlínukirkjan“ vilji ekki bæta umferðarflæðið

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að Miðflokkurinn taki ekki vel í nokkra þætti uppfærðs samgöngusáttmála. Hann segir að ummæli tveggja ráðherra gefa til kynna að ráðamenn hafi gefist upp á kostnaðaráætlun sáttmálans áður en blekið frá undirritun samningsins hafi þornað.

„Borgarlínukirkjan“ vilji ekki bæta umferðarflæðið

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins | 23. ágúst 2024

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki sáttur með samgöngusáttmálann.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, er ekki sáttur með samgöngusáttmálann. mbl.is/Arnþór

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir að Miðflokk­ur­inn taki ekki vel í nokkra þætti upp­færðs sam­göngusátt­mála. Hann seg­ir að um­mæli tveggja ráðherra gefa til kynna að ráðamenn hafi gef­ist upp á kostnaðaráætl­un sátt­mál­ans áður en blekið frá und­ir­rit­un samn­ings­ins hafi þornað.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir að Miðflokk­ur­inn taki ekki vel í nokkra þætti upp­færðs sam­göngusátt­mála. Hann seg­ir að um­mæli tveggja ráðherra gefa til kynna að ráðamenn hafi gef­ist upp á kostnaðaráætl­un sátt­mál­ans áður en blekið frá und­ir­rit­un samn­ings­ins hafi þornað.

„Við telj­um að þessi áhersla á að þrengja að al­mennri um­ferð fjöl­skyldu­bíls­ins sé úr öllu hófi geng­in. Við höf­um séð á þessu fyrstu fimm árum [eft­ir fyrstu und­ir­rit­un] að það er þrengt að og tafið fyr­ir stofn­brautafram­kvæmd­un­um á meðan reynt er að ýta borg­ar­línu­hlut­an­um hraðar áfram held­ur en skyn­sam­legt get­ur tal­ist,“ seg­ir Bergþór í sam­tali við mbl.is. 

Sér ekki ábat­ann af aukn­um kostnaði

Hann seg­ir að verið sé að bæta við að raun­v­irði 141 millj­arði króna ofan á áætl­un­ina án þess að neitt verði til þess að auka eða bæta flæða um­ferðar um höfuðborg­ar­svæðið.

Áætlaður kostnaður við sam­göngusátt­mál­ann, sem nú er 311 millj­arðar, er um­tals­vert meiri kostnaður en gert var ráð fyr­ir í fyrra, en þá var áætlaður kostnaður um 170 millj­arðar. Upp­haf­lega þegar sam­göngusátt­mál­inn var und­ir­ritaður árið 2019 var áætlaður kostnaður 120 millj­arðar.

Stofn­brautafram­kvæmd­ir í gísl­ingu

Bergþóri þykir þá sér­stak­lega ámæl­is­vert að sátt­mál­inn sé und­ir­ritaður þrem­ur vik­um áður en þing kem­ur sam­an þar sem það sjái um fjár­veit­ing­arn­ar að stærst­um hluta.

„Mér sýn­ist þetta nú vera verra en alla jafna,“ seg­ir hann um þá miklu hækk­un í kostnaðaráætl­un á milli ára.

„Hluti af vanda­mál­inu er auðvitað að það er búið að kippa öll­um hefðbundn­um ferl­um úr sam­bandi í tengsl­um við þetta op­in­bera hluta­fé­lag sem heit­ir Betri sam­göng­ur ohf.. Þess­ar stofn­brautafram­kvæmd­ir sem eru svo gríðarlega mik­il­væg­ar en kom­ast ekk­ert áfram virðast vera í ein­hvers kon­ar gísl­ingu þeirra sem sjá ekk­ert nema borg­ar­lín­una inn­an sam­göngusátt­mál­ans,“ seg­ir hann.

Menn verið treg­ir til að bæta ljós­a­stýr­ing­ar

Hann tel­ur að all­ir styðji við aðgerðir á borð við ljós­a­stýr­ing­ar og fjölg­un göngu- og hjóla­stíga.

„Það er auðvitað búið að vera grát­legt að fylgj­ast með því hversu treg­ir menn hafa verið til að bæta ljós­a­stýr­ing­arn­ar því það er ódýr­asta aðgerðin sem hægt er að ganga í hratt. En það er eins og borg­ar­línu­kirkj­an vilji ekki bæta um­ferðarflæðið því þá tapa þau vanda­mál­inu sem þau nota sem rök­stuðning fyr­ir því að reyna þvinga alla í strætó.“

Gef­ast upp á áætl­un­inni „áður en blekið er þornað“

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að það gæti vel verið áætlaður kostnaður við sam­göngusátt­mál­ann, sem nú er 311 millj­arðar, muni hækka.

Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra talaði um sátt­mál­ann sem „lif­andi reikn­ings­dæmi“ en enn á eft­ir að út­færa ýmis atriði varðandi fjár­mögn­un hans.

„Það er auðvitað frá­leitt að þetta sé staðan á þeim degi sem skrifað er und­ir samn­ing­inn. Ég held að þetta sé stærsti óút­fyllti tékki sem hef­ur blasað við okk­ur lengi, sem birt­ist þarna í yf­ir­lýs­ing­um þess­ara tveggja ráðherra. Það að þeir séu bún­ir að gef­ast upp gagn­vart kostnaðaraðhald­inu áður en blekið er þornað und­ir samn­ingn­um, þar er eitt­hvað sem alla vini skatt­greiðenda hlýt­ur að óa við,“ seg­ir Bergþór.

Að lok­um seg­ir hann að eng­inn sé að tala fyr­ir því að gera ekki neitt. Það sé aðferðarfræðin sem mönn­um grein­ir á um.

mbl.is