Haukur drekkur ekki kaffi og þolir ekki bragðið af því

Matarvenjur | 23. ágúst 2024

Haukur drekkur ekki kaffi og þolir ekki bragðið af því

Haukur Már Hauksson matreiðslumaður, betur þekktur sem Haukur hjá Yuzu eða Haukur Chef ljóstrar hér upp matarvenjum sínum sem hann segir vera frekar ómerkilegar. Haukur byrjaði að vinna á veitingastöðum 14 ára gamall og fór svo að læra matreiðslu beint eftir grunnskóla. Hann vann á veitingastöðum sem boðið var upp á eins og sagt er á ensku „Fine dining“ þangað til að hann sneri sér að hamborgurunum.

Haukur drekkur ekki kaffi og þolir ekki bragðið af því

Matarvenjur | 23. ágúst 2024

Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur hjá Yuzu, með …
Haukur Már Hauksson, betur þekktur sem Haukur hjá Yuzu, með syninum sínum og nafna Hauki Hafsteini. Ljósmynd/Aðsend

Haukur Már Hauksson matreiðslumaður, betur þekktur sem Haukur hjá Yuzu eða Haukur Chef ljóstrar hér upp matarvenjum sínum sem hann segir vera frekar ómerkilegar. Haukur byrjaði að vinna á veitingastöðum 14 ára gamall og fór svo að læra matreiðslu beint eftir grunnskóla. Hann vann á veitingastöðum sem boðið var upp á eins og sagt er á ensku „Fine dining“ þangað til að hann sneri sér að hamborgurunum.

Haukur Már Hauksson matreiðslumaður, betur þekktur sem Haukur hjá Yuzu eða Haukur Chef ljóstrar hér upp matarvenjum sínum sem hann segir vera frekar ómerkilegar. Haukur byrjaði að vinna á veitingastöðum 14 ára gamall og fór svo að læra matreiðslu beint eftir grunnskóla. Hann vann á veitingastöðum sem boðið var upp á eins og sagt er á ensku „Fine dining“ þangað til að hann sneri sér að hamborgurunum.

„Ég opnaðu Yuzu fyrir fimm árum síðan og frá þeim tíma hamborgarar tekið stórt pláss í mínu lífi og ég pæli minna í öðrum mat. Gaman er að segja frá því að sjötti Yuzu hamborgarastaðurinn var að opna upp á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, svo það hefur verið nóg að gera á þessum 5 árum,“ segir Haukur.

Elda aðra hverju viku

Þegar kemur að matarvenjum Hauks má segja að þær séu fremur einfaldar. „Ég er með frekar ómerkilegar matarvenjur, borða oftast úti því aðra hvora viku bý ég einn og mér finnst ekki gaman að elda fyrir mig einan. Þegar ég elda þá er það í pabbavikunni, þá grilla ég eða elda klassískan íslenskan heimilismat fyrir okkur feðgana. Annars förum við feðgar líka mikið út að borða, sonur minn elskar sushi. Svo við erum fastagestir á nokkrum sushistöðum bæjarins,“ segir Haukur og brosir.

Haukur nýtur þess að vera með syni sínum og gera …
Haukur nýtur þess að vera með syni sínum og gera skemmtilega hluti. Feðgarnir fara mikið á sushistaði þegar þeir fara út borða. Ljósmynd/Aðsend

„Þegar ég er einn þá finnst mér fínt að setjast  einn á veitingastað eða grípa eitthvað fljótlegt með mér. Ég  elska til að mynda Sóma pastabakkann. Annars er ég oftast á fullu yfir allan daginn og er að smakka hamborgara hér og þar og á það til að gleyma að borða heila máltíð. Þegar ég vann í eldhúsi hafði ég hreinlega ekki tíma til að borða heila máltíð nema einu sinni á dag en var kannski að smakka mat yfir allan daginn, svo verður matarlystin oft lítil  eftir mikla eldhúskeyrslu. Ég vandist á það að borða þegar ég kom heim, sem var langoftast eftir miðnætti. Ég er ennþá fastur í því að borða kvöldmat seint þegar allt hefur róast, mér skilst að þetta séu ekki neitt sérstaklega góðar matarvenjur,“ segir Haukur sposkur á svip.

Haukur segist nánast vera alæta og borða allt. „Nema ef það er kaffi í því, sem er stundum í eftirréttum og kökum. Ég hef aldrei drukkið kaffi og þoli ekki bragðið af því.“

Haukur svara hér nokkrum laufléttum spurningum um matarvenjurnar sínar svo lesendur Matarvefsins geta skyggnst inn í matarheim hans.

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Eina Happy Hydrate stiku í 500 ml af ísköldu vatni. Fer eftir skapinu hvort ég fái mér gula- eða bleikabragðið.“

Smakka hamborgara á milli mála

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég smakka hamborgara á milli mála, mæli með því.“

Finnst þér ómissandi að borða hádegisverð?

„Já, ég reyni alltaf að borða hádegismat, oftast eitthvað fljótlegt. Finnst mjög gott að kíkja á Café Easy og La Trattoria í hádeginu“

Hvað áttu alltaf til í ísskápnum?

„Smjör ekki smjörva, danska havarti ostinn, snakkpylsur, brauðsalöt, djús, vínber og Sóma pastabakka. Svo eru það náttúrulega Yuzusósurnar mínar, þær eru ómissandi en nú er hægt að kaupa þær í matvöruverslunum.“

Þegar þú ætlar að gera vel við þig í mat og drykk og velur veitingastað til að fara á hvert ferðu?

„Fiskmarkaðinn, Grillmarkaðinn, Kastrup, La trattoria, La Primavera og Sushi Social.“

Er einhver veitingastaður úti í heimi sem er á Bucket-listanum yfir þá staði sem þú verður að heimsækja?

„Já, fullt af stöðum, mér finnst mjög gaman að fara út að borða. En núna er ég aðallega að vinna í því að prófa hamborgarastaði.“

Haukur gerir mikið af því að smakka hamborgara þegar hann …
Haukur gerir mikið af því að smakka hamborgara þegar hann ferðast. Ljósmynd/Aðsend

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Það er rosa misjafnt, ég er til í flest.“

Haukur velur eina með öllu

Hvað færð þú þér á pylsuna þína?

„Það er ein með öllu, er mín uppáhaldspylsa.“

Uppáhaldsrétturinn þinn?

„Auðveldasta svarið er hamborgari, það er hin fullkomna máltíð. En annars elska ég alls konar mat. Finnst erfitt að velja einn uppáhalds.“

Hvort velur þú kartöflur eða salat á diskinn þinn?

„Bæði betra, af hverju að velja annað hvort?“

Hvort finnst þér skemmtilegra að baka eða matreiða?

„Mér finnst ekki skemmtilegt að baka, örugglega af því ég er ekkert sérstaklega góður í því. Ég hef aldrei verið góður í að fylgja uppskrift.“

mbl.is