Kvæntist ástinni eftir 22 ára samband

Brúðkaup | 23. ágúst 2024

Kvæntist ástinni eftir 22 ára samband

Myndlistarmaðurinn Erlingur Valgarðsson, þekktur undir listamannsnafninu Elli, hefur yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Hann opnaði málverkasýninguna Slóðir í Hannesarholti í byrjun mánaðarins og kvæntist sinni heittelskuðu, Þóru Jónu Jónatansdóttir, aðeins örfáum dögum seinna, innan um hin ýmsu listaverk sem hanga á veggjum menningarmiðstöðvarinnar.

Kvæntist ástinni eftir 22 ára samband

Brúðkaup | 23. ágúst 2024

Brúðhjónin voru glæsileg.
Brúðhjónin voru glæsileg. Ljósmynd/Aðsend

Myndlistarmaðurinn Erlingur Valgarðsson, þekktur undir listamannsnafninu Elli, hefur yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Hann opnaði málverkasýninguna Slóðir í Hannesarholti í byrjun mánaðarins og kvæntist sinni heittelskuðu, Þóru Jónu Jónatansdóttir, aðeins örfáum dögum seinna, innan um hin ýmsu listaverk sem hanga á veggjum menningarmiðstöðvarinnar.

Myndlistarmaðurinn Erlingur Valgarðsson, þekktur undir listamannsnafninu Elli, hefur yfir mörgu að gleðjast þessa dagana. Hann opnaði málverkasýninguna Slóðir í Hannesarholti í byrjun mánaðarins og kvæntist sinni heittelskuðu, Þóru Jónu Jónatansdóttir, aðeins örfáum dögum seinna, innan um hin ýmsu listaverk sem hanga á veggjum menningarmiðstöðvarinnar.

Verkin eru öll tengd náttúrunni

„Ég hélt fyrstu einkasýninguna mína árið 1993 og hef sýnt reglulega síðan þá. Sýningin Slóðir er málverkasýning og eru verkin öll tengd náttúrunni,“ sagði Erlingur í samtali við blaðamann.

„Nafnið Slóðir er skírskotun í að ég er á svipuðum slóðum og ég hef verið síðustu 25 ár og einnig að í verkunum eru leiðir sem vísa þér veginn. En eins og með allt þá þróast verkin með árunum og nú birtast þau með annarri nálgun en áður á sýningunni Slóðir,“ útskýrir listamaðurinn sjálfur.  

Hvernig hafa viðtökurnar verið?

„Þær hafa verið mjög fínar. Ég er mjög ánægður.“

Erlingur sækir innblástur frá náttúrunni.
Erlingur sækir innblástur frá náttúrunni. Ljósmynd/Aðsend

Í hjónaband eftir 22 ára samband

Erlingur og Þóra Jóna gengu í hnapphelduna í Hannesarholti þann 17. ágúst síðastliðinn eftir ríflega tveggja áratuga samband.

„Við Þóra erum búin að vera par í 22 ár og höfum margoft rætt hjónaband í gegnum árin en létum ekki verða af því fyrr en núna á gamalsaldri. Ég er 63 ára gamall,“ segir hann og hlær.

Þóra Jóna ljómaði á brúðkaupsdaginn.
Þóra Jóna ljómaði á brúðkaupsdaginn. Ljósmynd/Aðsend

Af hverju núna?

„Við ákváðum bara að slá til og láta gefa okkur saman í Hljóðbergi í Hannesarholti. Það er í raun aldrei of seint að gifta sig. Við vildum hafa látlausa athöfn en mikla gleði og gaman, sem varð raunin.

Börnin okkar héldu utan um þetta með okkur og Helgi Björns mætti og tók uppáhaldslögin okkar og hleypti fjörinu upp, það var dansað fram á rauða nótt,“ segir Erlingur.

Hefur hjónabandið breytt einhverju?

„Það á eftir að koma í ljós. Við erum að minnsta kosti í skýjunum.“

Ástin skín af hjónakornunum!
Ástin skín af hjónakornunum! Ljósmynd/Aðsend

 Hefur giftingarhringurinn áhrif á málningastrokurnar?

„Ég fjarlægi hringinn þegar ég mála,“ segir Erlingur og hlær.

Málverk eftir Erling hanga á veggjum Hljóðbergs og varð blaðamaður því að forvitnast um hvort hann hafi selt málverk á brúðkaupsdaginn.

„Heyrðu já, ég seldi eitt málverk. Ég var alls ekki að stíla inn á það, alls ekki hugmyndin.“

Sýningin Slóðir stendur yfir til 27.08.24 og verður Erlingur í …
Sýningin Slóðir stendur yfir til 27.08.24 og verður Erlingur í Hannesarholti á Menningarnótt. Ljósmynd/Aðsend

 

mbl.is