Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.
Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.
Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan, Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.
Alþjóðlegir mælikvarðar sýna að íslensk grunnskólabörn standa flestum öðrum börnum á OECD-svæðinu langt að baki þegar kemur að lesskilningi, stærðfræðikunnáttu og þekkingu á náttúruvísindum. Staðan hefur versnað hratt allt frá árinu 2009 þegar samræmd próf voru lögð af.
Ásmundur Einar hefur boðað miklar breytingar á menntakerfinu sem hann segir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Margir hafa tjáð sig um þessi mál að undanförnu og hart hefur verið tekist á. Í ítarlegu viðtali svarar ráðherra fyrir ákvarðanir sínar og einnig það hvað valdið hefur því að ekkert Evrópuríki, að Grikklandi undanskildu, kemur verr út í PISA-könnunum en Ísland.
Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu hefur verið leiðandi í fréttaumfjöllun um menntamálin í sumar og mætti hún í settið til Stefáns Einars til að fara yfir stöðu mála. Það gerði einnig Eyþór Arnalds, framkvæmdastjóri og fyrrum oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og Reykjavíkurborg.
Ekki var heldur komist hjá því að fara yfir atburði síðasta sólarhringsins þar sem Sundhnúkagígaröðin heldur áfram að minna á sig með miklum jarðeldum. Hólmfríður María var á fréttavaktinni í nótt og fór yfir stöðuna eins og hún blasir við þennan föstudaginn.
Ræddu þau fleiri stórar fréttir, meðal annars uppfærðan samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu sem nú stefnir í að kosta muni að minnsta kosti 300 milljarða króna. Einnig voru hræðileg tíðindi frá Norðfirði til umræðu en í gær var upplýst um að hjón á áttræðisaldri hefðu fundist látin. Þau voru myrt.
Fylgstu með Spursmálum hér á mbl.is klukkan 14:00 alla föstudaga. Þættina má einnig nálgast á Spotify og öðrum helstu hlaðvarpsveitum.