Spursmál: Menntamálaráðherra krafinn svara

Spursmál | 23. ágúst 2024

Spursmál: Menntamálaráðherra krafinn svara

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.

Spursmál: Menntamálaráðherra krafinn svara

Spursmál | 23. ágúst 2024

Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Ásmundur Einar Daðason og Eyþór Arnalds eru …
Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Ásmundur Einar Daðason og Eyþór Arnalds eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd/María Matthíasdóttir

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur staðið í eldlínunni vegna síversnandi námsárangurs íslenskra grunnskólabarna. Mun hann snúna stöðunni við? Í Spursmálum var ráðherra krafinn svara um stöðuna sem nú er uppi í menntakerfinu.

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan, Spotify og YouTube og er hún öllum aðgengileg.

Árang­ur­inn einn sá versti í heimi

Alþjóðleg­ir mæli­kv­arðar sýna að ís­lensk grunn­skóla­börn standa flest­um öðrum börn­um á OECD-svæðinu langt að baki þegar kem­ur að lesskiln­ingi, stærðfræðikunn­áttu og þekk­ingu á nátt­úru­vís­ind­um. Staðan hef­ur versnað hratt allt frá ár­inu 2009 þegar sam­ræmd próf voru lögð af.

Ásmund­ur Ein­ar hef­ur boðað mikl­ar breyt­ing­ar á mennta­kerf­inu sem hann seg­ir ætlaðar til þess að bæta ástandið. Marg­ir hafa tjáð sig um þessi mál að und­an­förnu og hart hef­ur verið tek­ist á. Í ít­ar­legu viðtali svarar ráðherra fyr­ir ákv­arðanir sín­ar og einnig það hvað valdið hef­ur því að ekk­ert Evr­ópu­ríki, að Grikklandi und­an­skildu, kem­ur verr út í PISA-könn­un­um en Ísland.

Stór­ar frétt­ir þessa vik­una

Hólm­fríður María Ragn­hild­ar­dótt­ir, blaðamaður á Morg­un­blaðinu hef­ur verið leiðandi í fréttaum­fjöll­un um mennta­mál­in í sum­ar og mætti hún í settið til Stef­áns Ein­ars til að fara yfir stöðu mála. Það ger­ði einnig Eyþór Arn­alds, fram­kvæmda­stjóri og fyrr­um odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Árborg og Reykja­vík­ur­borg.

Ekki var held­ur kom­ist hjá því að fara yfir at­b­urði síðasta sól­ar­hrings­ins þar sem Sund­hnúkagígaröðin held­ur áfram að minna á sig með mikl­um jarðeld­um. Hólm­fríður María var á frétta­vakt­inni í nótt og fór yfir stöðuna eins og hún blas­ir við þenn­an föstu­dag­inn.

Ræddu þau fleiri stór­ar frétt­ir, meðal ann­ars upp­færðan sam­göngusátt­mála á höfuðborg­ar­svæðinu sem nú stefn­ir í að kosta muni að minnsta kosti 300 millj­arða króna. Einnig voru hræðileg tíðindi frá Norðfirði til umræðu en í gær var upp­lýst um að hjón á átt­ræðis­aldri hefðu fund­ist lát­in. Þau voru myrt.

Fylgstu með Spurs­mál­um hér á mbl.is klukk­an 14:00 alla föstu­daga. Þætt­ina má einnig nálg­ast á Spotify og öðrum helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is