Travis Kelce, NFL-leikmaður og kærasti tónlistarkonunnar Taylor Swift, gæti orðið næsta stóra Hollywood-stjarnan en hann er sagður vera í samningsviðræðum um að fara með aðalhlutverk í hasar-grínmyndinni Loose Cannons.
Travis Kelce, NFL-leikmaður og kærasti tónlistarkonunnar Taylor Swift, gæti orðið næsta stóra Hollywood-stjarnan en hann er sagður vera í samningsviðræðum um að fara með aðalhlutverk í hasar-grínmyndinni Loose Cannons.
Travis Kelce, NFL-leikmaður og kærasti tónlistarkonunnar Taylor Swift, gæti orðið næsta stóra Hollywood-stjarnan en hann er sagður vera í samningsviðræðum um að fara með aðalhlutverk í hasar-grínmyndinni Loose Cannons.
Þetta tilkynnti fjölmiðillinn Variety í gær.
Leikstjórinn Chad Stahelski og framleiðslufyrirtæki hans 87Eleven Entertainment, sem þekktast er fyrir framleiðslu á kvikmyndunum John Wick, Hunger Games og Deadpool 2, munu leggja fram krafta sína við gerð kvikmyndarinnar í samstarfi við kvikmyndaverið Lionsgate.
Myndin fjallar um tvo óstöðvandi en ólíka lögregluþjóna sem eru paraðir saman til að jafna hvorn annan út.
Líklegt er að tökur eigi ekki eftir að hefjast fyrr en NFL-leikmaðurinn hefur lokið komandi tímabili í ameríska fótboltanum sem hefst eftir tvær vikur.
Kelce tókst að koma öðrum fætinum inn í Hollywood með vinsældum hlaðvarpsþáttarins New Heights sem hann stjórnar ásamt bróður sínum Jason. Eftir að Kelce og Swift urðu svo par fyrir um ári síðan hafa vinsældir hans aukist til muna.
NFL-leikmaðurinn mun einnig verða þáttastjórnandi skemmtiþáttanna Are You Smarter Than a Celebrity? sem hefjast í haust. Ljóst er að nóg verður um að snúast hjá Kelce næstu mánuðina en ekkert hlutverk virðist honum ómögulegt.