Hinn klassíski Whiskey Sour

Uppskriftir | 24. ágúst 2024

Hinn klassíski Whiskey Sour

Nú þegar haustar er ljúft fyrir þá sem eru hrifnir af viskí að fá sér ekta Whiskey Sour. Það er svona haustlegt yfirbragð yfir þessum drykk en drykkur hefur notið mikilla vinsælda í áratugi. Drykkurinn hefur fengið smá upplyftingu en upprunalega var hann án eggjahvítu. Hér erum við komin með eina góða klassíska uppskrift að Whiskey Sour en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.

Hinn klassíski Whiskey Sour

Uppskriftir | 24. ágúst 2024

Hér erum við komin með eina góða klassíska uppskrift að …
Hér erum við komin með eina góða klassíska uppskrift að Whiskey Sour. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú þegar haustar er ljúft fyrir þá sem eru hrifnir af viskí að fá sér ekta Whiskey Sour. Það er svona haustlegt yfirbragð yfir þessum drykk en drykkur hefur notið mikilla vinsælda í áratugi. Drykkurinn hefur fengið smá upplyftingu en upprunalega var hann án eggjahvítu. Hér erum við komin með eina góða klassíska uppskrift að Whiskey Sour en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.

Nú þegar haustar er ljúft fyrir þá sem eru hrifnir af viskí að fá sér ekta Whiskey Sour. Það er svona haustlegt yfirbragð yfir þessum drykk en drykkur hefur notið mikilla vinsælda í áratugi. Drykkurinn hefur fengið smá upplyftingu en upprunalega var hann án eggjahvítu. Hér erum við komin með eina góða klassíska uppskrift að Whiskey Sour en upp­skrift­ina er að finna í bók­inni Heimabarinn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna. Í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu.

Birtist fyrst í riti árið 1862

Uppskriftin að Whiskey Sour birtist fyrst á riti árið 1862 í bókinni The Bartender‘s Guide eftir barþjónagoðsögnina Jerry Thomas. Uppskriftin sjálf er talin hafa orðið til mörgum árum áður. Whiskey Sour var upprunalega án eggjahvítu. Það var ekki fyrr en seint á 19. öld sem henni var bætt við og hét kokteillinn þá Boston Sour. Í dag þekkja flestir hins vegar Whiskey Sour með eggjahvítu og nýlega með aquafaba.

Mjúkur, súr og sætur

Whiskey Sour er einn af þessum drykkjum sem hafa haldist nánast óbreyttir í fjöldamörg ár. Drykkurinn er mildur, mjúkur, súr og sætur með léttu kryddbragði úr Angostura bitternum. Í þennan finnst okkur best að nota sætan, mildan búrbon með miklu eikarbragði eins og Jim Beam White Label.

Whiskey Sour

  • 50 ml búrbonviskí
  • 25 ml sítrónusafi
  • 20 ml sykursíróp
  • 30 ml eggjahvíta
  • 3 döss Angostura bitter
  • Klaki eftir þörfum

Skraut:

  • appelsínubörkur

Aðferð:

  1. Þennan kokteil, eins og aðra eggjahvítu/aquafaba kokteila, þarf að hrista tvisvar. Það gefur honum þéttari áferð og silkimjúka froðu.
  2. Setjið fyrst öll hráefnin nema skrautið í hristara, fyllið hann alveg upp í topp með klaka og hristið hressilega í 10–15 sekúndur eða þar til hristarinn er orðinn vel kaldur.
  3. Þá streinið þið drykkinn í hlutlaust glas og losið ykkur við klakann úr hristaranum.
  4. Síðan setjið þið drykkinn aftur í hristarann og hristið hann í seinna skiptið án klaka, í góðar 15–20 sekúndur.
  5. Næst streinið þið drykkinn í gegnum sigtið, í viskíglas og skreytið með appelsínuberki.
mbl.is