5 hagnýt sparnaðarráð Arnars Þórs fyrir haustið

Fjármál | 25. ágúst 2024

5 hagnýt sparnaðarráð Arnars Þórs fyrir haustið

Margir eru nú í óða önn að koma sér aftur í rútínu eftir sumarið og undirbúa sig undir haustið. Það er margt sem þarf að huga að þegar kemur að skipulagi og rútínu, bæði á heimilinu og innan fjölskyldunnar en einnig í vinnunni og skólanum. Það er þó ekki síður mikilvægt að koma skipulagi á fjármálin og er haustið tilvalinn tími til að huga að sparnaði. 

5 hagnýt sparnaðarráð Arnars Þórs fyrir haustið

Fjármál | 25. ágúst 2024

Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson veit hvað hann syngur þegar kemur …
Fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson veit hvað hann syngur þegar kemur að fjármálum! Samsett mynd

Margir eru nú í óða önn að koma sér aftur í rútínu eftir sumarið og undirbúa sig undir haustið. Það er margt sem þarf að huga að þegar kemur að skipulagi og rútínu, bæði á heimilinu og innan fjölskyldunnar en einnig í vinnunni og skólanum. Það er þó ekki síður mikilvægt að koma skipulagi á fjármálin og er haustið tilvalinn tími til að huga að sparnaði. 

Margir eru nú í óða önn að koma sér aftur í rútínu eftir sumarið og undirbúa sig undir haustið. Það er margt sem þarf að huga að þegar kemur að skipulagi og rútínu, bæði á heimilinu og innan fjölskyldunnar en einnig í vinnunni og skólanum. Það er þó ekki síður mikilvægt að koma skipulagi á fjármálin og er haustið tilvalinn tími til að huga að sparnaði. 

Á dögunum deildi fjármálaverkfræðingurinn Arnar Þór Ólafsson fimm góðum sparnaðarráðum fyrir haustið á TikTok-reikningi Auratals. Arnar Þór setti miðilinn á laggirnar á síðasta ári en þar gefur hann út hagnýta fræðslu um fjármál á mannamáli, en auk þess að vera umsjónamaður Auratals er Arnar Þór einnig hlaðvarpsstjórnandi Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi og umsjónamaður Viltu finna milljón? á Stöð 2.

Fimm hagnýt sparnaðarráð fyrir haustið

„Jæja, nú fer haustið að nálgast og sumarsukkinu formlega lokið og við vitum öll að það er kominn tími til að spara. Þess vegna langar mig að gefa ykkur nokkur góð sparnaðarráð inn í haustið,“ segir Arnar. 

1. Skrifaðu niður það sem þú vilt spara í mánuði og stattu við það

„Fyrsta og mikilvægasta reglan – skrifaði niður það sem þú vilt spara í mánuði og stattu við það! Það er ekki nóg að segjast bara ætla að byrja að spara, settu hausinn í verkefnið og gerðu þetta að leik.“

2. Tveir fyrir einn

„Næsta ráð, og líklega eitt það vanmetnasta – tveir fyrir einn. Jújú, mjög margir sem nýta sér þetta, en ef þú ert alltaf úti að borða þá verður þú líka alltaf að vera vakandi fyrir góðum tveir fyrir einn tilboðum, þessi tilboð eru út um allt – símafyrirtæki, bankar og ég veit ekki hvað og hvað. Og hér er jafnvel ódýrara að nýta þessi tilboð heldur en að elda matinn sjálfur. Svo verð vakandi.“

3. Skoðaðu trygginga- og símafélögin þín

„Þriðja ráðið er síðan skoðið trygginga- og símafélögin ykkar. Þetta er auðvitað ein elsta brellan í bókinni en ein sú árangursríkasta. Þú getur sparað tugi þúsunda á ári með því að vera vakandi fyrir verðbreytingum hjá síma- og tryggingarfélögum hjá þér.

Ef við tökum tryggingarfélag sem dæmi þá mæli ég með að fá tilboð frá öllum tryggingarfélögum sem eru í boði á markaðinum og velja lægsta tilboðið. Það er næg samkeppni á þessum markaði svo þau þurfa þig, en ekki öfugt. Þetta er bara „business“.“

4. Gefðu áfram gjafir sem þú hefur engin not fyrir

„Fjórða – það er umdeilt, en ég læt það flakka. Þetta er fyrir þau allra hörðustu. Þú ert kannski nýbúin að halda veislu og liggur á heilum lager af flöskum eða gjafabréfum eða einhverju sem þú fékkst í gjöf en hefur engin not fyrir – gefðu það áfram sem gjöf til annarra ... ég sagði þetta ekki.“

5. Fáðu þér bókasafnskort

„Síðasta sparnaðarráðið í bili – bókasafnskort. Það þurfti nánast að skafa hökuna á mér upp úr gólfinu þegar ég áttaði mig á því að bókasafnskort kostar ekki nema 2.700 krónur. Þú getur leigt þér eins margar bækur og þú vilt í heilt ár. Bækur kosta auðvitað heilan helling en bókasöfnin eru með flestar þessar bækur sem að þú getur keypt út í búð, svo ef þú kaupir bækur reglulega þá er þetta stórfelldur sparnaður.

Svo getur auðvitað falist sparnaður eða jafnvel tekjuaukning að afla sér nýrrar þekkingar úr bókum svo ég myndi ekki sofa á þessu sparnaðarráði.“

@auratal.is Við vitum öll að það er kominn tími til að spara💰#fjármál #fjármálalæsi #fjármálaóvitar #finance ♬ original sound - Auratal
mbl.is