Búast við því að óvissustigi verði aflétt á morgun

Veður | 25. ágúst 2024

Búast við því að óvissustigi verði aflétt á morgun

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að mikið hafi dregið úr úrkomu á norðanverðu landinu. Enn er þó óvissustig í gildi á Tröllaskaga vegna skriðufalla en búist er við því að því verði aflétt á morgun. 

Búast við því að óvissustigi verði aflétt á morgun

Veður | 25. ágúst 2024

Á Siglufirði mældist 150 mm úrkoma á einum sólarhring á …
Á Siglufirði mældist 150 mm úrkoma á einum sólarhring á föstudag. Ljósmynd/Aðsend

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að mikið hafi dregið úr úrkomu á norðanverðu landinu. Enn er þó óvissustig í gildi á Tröllaskaga vegna skriðufalla en búist er við því að því verði aflétt á morgun. 

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að mikið hafi dregið úr úrkomu á norðanverðu landinu. Enn er þó óvissustig í gildi á Tröllaskaga vegna skriðufalla en búist er við því að því verði aflétt á morgun. 

Fjölmargar skriður féllu um helgina frá því á föstudag í kjölfar mikillar úrkomu.

Styttir upp á morgun 

„Samfara minnkandi úrkomu er farið að draga vel úr rennsli í ám og lækjum á öllu norðanverðu landinu en sums staðar er enn mikið vatn á ferðinni.“ Enn er þó hætta á skriðum og grjóthruni. „Það ætti að draga úr skriðuhættu eftir því sem líður á daginn og rennsli minnkar í ám og lækjum,“ segir í tilkynningu sem birtist í dag. 

Á morgun styttir upp og fer að hlýna og má búast við mildu og björtu veðri á norðanverðu landinu.

Á vef Veðurstofunnar hefur verið tekið saman kort yfir það …
Á vef Veðurstofunnar hefur verið tekið saman kort yfir það hvar skriður hafa fallið um helgina.
mbl.is