Er persónuleikagreining töfralausn vinnustaðarins?

Dagmál | 25. ágúst 2024

Er persónuleikagreining töfralausn vinnustaðarins?

Markþjálfinn Baldvin Jónsson er gestur í Dagmálum í þessari viku. Hann segir mikinn eðlismun á markþjálfum og sálfræðingum og að markþjálfar séu langt því frá að vera sálfræðingar. Lýsir hann hlutverki markþjálfa fyrst og fremst sem stuðningi við fólk og fyrirtæki sem langar til að koma á hvers kyns breytingum, bregða út af venjum, setja skýr mörk og sjá hlutina í nýju ljósi bæði í einka- og atvinnulífinu.

Er persónuleikagreining töfralausn vinnustaðarins?

Dagmál | 25. ágúst 2024

Markþjálfinn Baldvin Jónsson er gestur í Dagmálum í þessari viku. Hann segir mikinn eðlismun á markþjálfum og sálfræðingum og að markþjálfar séu langt því frá að vera sálfræðingar. Lýsir hann hlutverki markþjálfa fyrst og fremst sem stuðningi við fólk og fyrirtæki sem langar til að koma á hvers kyns breytingum, bregða út af venjum, setja skýr mörk og sjá hlutina í nýju ljósi bæði í einka- og atvinnulífinu.

Markþjálfinn Baldvin Jónsson er gestur í Dagmálum í þessari viku. Hann segir mikinn eðlismun á markþjálfum og sálfræðingum og að markþjálfar séu langt því frá að vera sálfræðingar. Lýsir hann hlutverki markþjálfa fyrst og fremst sem stuðningi við fólk og fyrirtæki sem langar til að koma á hvers kyns breytingum, bregða út af venjum, setja skýr mörk og sjá hlutina í nýju ljósi bæði í einka- og atvinnulífinu.

Gott að þekkja persónuleikann sinn

Baldvin vinnur ekki einungis með einstaklingum heldur veitir hann fyrirtækjum einnig ráðgjöf. Enda oftar en ekki sem alls konar fólk starfar saman á vinnustöðum. Fólk með mismunandi persónuleika, ólíka sýn, gildi og nálgun, sem getur reynst áskorun og valdið ágreiningi í samskiptum.

„Um leið og ég skil vel hvaða týpa ég er og hvernig ég nálgast hluti, og sérstaklega ef ég á í samskiptaörðugleikum við einhvern og skil vel hvernig sú manneskja hugsar og nálgast hluti þá er auðveldara fyrir mig, og sérstaklega í samböndum, að sjá að við erum með sameiginlegt markmið,“ segir Baldvin sem notast gjarnan við NBI 360°-persónuleikagreiningu þegar hann vinnur með pörum eða fyrirtækjum. 

Sammála þrátt fyrir ágreining

Persónuleikagreiningar segir hann vera nytsamlegt tól sem geti veitt markþegum dýpri skilning á eigin atferli, hugsun og samskiptum en ekki síður annarra.  

„Það er auðveldara að sjá út frá þessari persónuleikagreiningu að við erum í raun sammála þó við séum að rífast. Við erum bara að nota sitthvort tungumálið,“ lýsir hann og segir kosti persónuleikagreininga vera marga, þá einna helst sá að skilja sjálfan sig og aðra betur þegar samskipti, ákvarðanir og viðbrögð eru annars vegar.

„Það er erfitt fyrir víraða manneskju að skilja hvernig þessi rólega manneskja hérna hugsar og öfugt, þá einhvern veginn verður til ágreiningur, en um leið og maður skilur að það er bara önnur nálgun á sama hlut þá er auðveldara að sleppa tökunum og finna mildi,“ segir hann og bendir á að markþjálfun sé ákveðið ferli sem hvort tveggja hefur upphafs- og endapunkt.

Allar týpur jafnmikilvægar á vinnustöðum

„Í rauninni geng ég svo langt að segja í samhengi við vinnustaði að ef þú ert ekki með allar týpur inn á vinnustaðnum þínum að þá er einhver skekkja, það mun vera eitthvað sem vantar,“ segir Baldvin og heldur áfram:

„Oftast er það í minni fyrirtækjum á Íslandi því við erum með mikið af litlum fyrirtækjum, litlum frumkvöðlafyrirtækjum, að þá er það svo gjarnan frumkvöðullinn sjálfur sem þarf að bera öll hlutverkin til að halda öllu uppi sem á einhverjum tímapunkti verður bara alveg vonlaust hvort sem það endar með „burnout-i“ eða einhverju öðru.“

mbl.is