Gerði kaupmála við eiginmanninn en hefur skipt um skoðun - má það?

Spurðu lögmanninn | 25. ágúst 2024

Gerði kaupmála við eiginmanninn en hefur skipt um skoðun - má það?

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem gerði kaupmála við eiginmann sinn en veltir fyrir sér næstu skrefum. Liðin eru mörg ár og kaupmálinn eiginlega úreltur. 

Gerði kaupmála við eiginmanninn en hefur skipt um skoðun - má það?

Spurðu lögmanninn | 25. ágúst 2024

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur.
Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem gerði kaupmála við eiginmann sinn en veltir fyrir sér næstu skrefum. Liðin eru mörg ár og kaupmálinn eiginlega úreltur. 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem gerði kaupmála við eiginmann sinn en veltir fyrir sér næstu skrefum. Liðin eru mörg ár og kaupmálinn eiginlega úreltur. 

Góðan daginn. 

Við hjónin gerðum með okkur kaupmála á yngri árum. Íbúð, sumarbústaður og bíll er mín eign samkvæmt kaupmálanum.

Þetta var gert því maðurinn minn var í fyrirtækjarekstri. Nú erum við nánast hætt að vinna og lífið styttist. Hvernig er það varðandi arf til barna okkar ef ég fell frá undan honum? Er betra að ég geri erfðarskrá? Við eigum tvö börn. Ég er líka að velta fyrir mér hvað gerist ef hann fer á undan? Ég vil taka það fram að það er mjög gott samband á milli okkar allra. 

Kær kveðja, 

DD

Góðan dag.

Við stofnun hjúskapar verða eignir hjóna hjúskapareignir sem felur það í sér að við skilnað eða andlát á hvor maki um sig eða dánarbú hans tilkall til helmings úr skírri hjúskapareign hins (helmingaskiptaregla). Hafi hjón gert með sér kaupmála þar sem tilteknar eignir eru gerðar að séreignum annars makans þá koma þær eignir ekki til skipta á milli hjónanna og ekki er hægt að setjast í óskipt bú með séreignum en hvor maki á hins vegar rétt til arfs skv. erfðalögum. Ávallt er unnt að afturkalla eða breyta gildandi kaupmála sbr. 88. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993.  

Samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 erfir maki 1/3 hluta eigna skammlífari og börn 2/3. Ef þú fellur frá á undan manninum þínum og eignir búsins eru einvörðungu séreignir þá erfa börnin 2/3 en eftirlifandi maki 1/3. Ef um hjúskapareignir er að ræða heldur eftirlifandi maki sínum búshluta 50% auk arfshlutans 1/3 eða samtals 2/3 af heildareignum búsins. Arfleifandi getur ráðstafað sínum eignum með erfðaskrá en ef maki og börn eru til staðar þá er honum einungis heimilt að ráðstafa 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá sbr. 35. gr. laga nr. 8/1962.  

Kær kveðja, 

Berglind Svavarsdóttir lögmaður.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Berglindi eða öðrum lögmönnum á Lögfræðistofu Reykjavíkur spurningu HÉR. 

mbl.is