Landið seig um 40 sentimetra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. ágúst 2024

Landið seig um 40 sentimetra

Land seig mest um 40 sentimetra þegar kvika hljóp úr Svartsengi í Sundhnúkagígaröðina á fimmtudagskvöld.

Landið seig um 40 sentimetra

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 26. ágúst 2024

Unnið að gerð varnargarða í Svartsengi. Mynd frá í júlí.
Unnið að gerð varnargarða í Svartsengi. Mynd frá í júlí. mbl.is/Eyþór

Land seig mest um 40 sentimetra þegar kvika hljóp úr Svartsengi í Sundhnúkagígaröðina á fimmtudagskvöld.

Land seig mest um 40 sentimetra þegar kvika hljóp úr Svartsengi í Sundhnúkagígaröðina á fimmtudagskvöld.

Landsigið er nærri tvöfalt meira en það sem mældist við síðasta eldgos þann 29. maí

Í tilkynningu Veðurstofu segir að þessar mælingar séu í takti við það mat vísindamanna að eldgosið sé það stærsta af þeim sex gosum sem brotist hafa út í Svartsengiskerfinu frá því í desember.

Land heldur áfram að síga

Tekið er fram að land haldi áfram að síga en sífellt minna, dag frá degi.

Líkanreikningar benda til að um 17-27 milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfinu í Svartsengi frá því að eldgosið hófst.

Að mati Veðurstofu er ekki hægt að fullyrða um áframhaldandi kvikuflæði inn í kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi fyrr en landris fer að sjást aftur.

Þess gæti farið að gæta eftir að hraunflæði í eldgosinu verður komið niður fyrir fjóra rúmmetra á sekúndu, sem sé sambærilegt við innflæðið undir Svartsengi eins og það hefur verið áætlað til þessa.

mbl.is