Listræn og litrík hönnunarperla vekur athygli

Heimili | 26. ágúst 2024

Listræn og litrík hönnunarperla vekur athygli

Í Mexíkóborg er að finna skemmtilega hannaða íbúð sem hefur vakið athygli að undanförnu. Djarfir litir og formfögur húsgögn eru í forgrunni ásamt fallegri list sem prýðir veggina.

Listræn og litrík hönnunarperla vekur athygli

Heimili | 26. ágúst 2024

Falleg íbúð sem gleður!
Falleg íbúð sem gleður! Samsett mynd

Í Mexíkóborg er að finna skemmtilega hannaða íbúð sem hefur vakið athygli að undanförnu. Djarfir litir og formfögur húsgögn eru í forgrunni ásamt fallegri list sem prýðir veggina.

Í Mexíkóborg er að finna skemmtilega hannaða íbúð sem hefur vakið athygli að undanförnu. Djarfir litir og formfögur húsgögn eru í forgrunni ásamt fallegri list sem prýðir veggina.

Við hönnun íbúðarinnar sameinuðu tveir innanhússhönnuðir krafta sína, annar frá New York-borg og hinn frá Amsterdam. Ást þeirra á Mexíkó skín skært í hönnuninni og útkoman er þessi litríka og listræna hönnunarperla sem er ekki aðeins undir áhrifum frá Mexíkó heldur líka frá New York-borg og Amsterdam. 

Þegar kemur að litapallettu hússins sóttu hönnuðirnir innblástur til Mexíkó í hinn virta arkitekt Luis Barragan, en á veggjum hússins má sjá undurfögur listaverk eftir mexíkóska listamenn. Á þriggja mánaða fresti er listaverkunum svo skipt út og fersk list tekin inn sem lyftir upp rýmunum. 

Sterkir litir skapa einstaka stemningu

Í íbúðinni má meðal annars finna rúmgóða og fallega stofu þar sem bleikir og grænir tónar eru áberandi í bland við króm og við. Í næsta rými er borðstofan, en þar eru mjúkir látlausir tónar frá náttúrunni í aðalhlutverki.

Gengið er inn í stóra forstofu sem tengir öll rými íbúðarinnar saman, en rýmið vekur strax mikla athygli enda málað í fagurgulum lit. Þar má sjá fleiri sterka liti eins og appelsínugulan, bleikan og grænan ásamt formfögrum húsgögnum, speglum og listaverkum. 

Íbúðin er til útleigu á Airbnb, en hún státar af einu svefnherbergi og einu baðherbergi og rúmar því tvo næturgesti hverju sinni. Í september kostar nóttin í íbúðinni 175 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 24 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is