Miðlun um eldgosið mun betri

Ferðamenn á Íslandi | 26. ágúst 2024

Miðlun um eldgosið mun betri

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragð almannavarna gagnvart erlendum ferðamönnum vegna eldgossins sem hófst á fimmtudag mun betra en verið hefur.

Miðlun um eldgosið mun betri

Ferðamenn á Íslandi | 26. ágúst 2024

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragð almannavarna gagnvart erlendum ferðamönnum vegna eldgossins sem hófst á fimmtudag mun betra en verið hefur.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir viðbragð almannavarna gagnvart erlendum ferðamönnum vegna eldgossins sem hófst á fimmtudag mun betra en verið hefur.

Jóhannes segir að þegar fyrst gaus í nóvember í fyrra hafi upplýsingagjöf og fréttaflutningur vegna jarðhræringanna verið „skringilegur“ og það hafi haft neikvæð áhrif á ferðamenn.

Almannavarnir betri en í síðustu gosum

Spurður hvernig viðbrögðin hafi verið í kjölfar gossins sem braust út á fimmtudag segir hann:

„Það var eftir því tekið að fyrsta viðbragðið núna hjá almannavörnum var mun betra en það hefur verið áður. Fréttatilkynningin var skýrari og það var betur farið út í að þetta væri staðbundið og ekki hættulegt. Þannig að það er rétt að hrósa almannavörnum fyrir það.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is