Skutu á 15 úkraínsk héruð í nótt

Úkraína | 26. ágúst 2024

Skutu á 15 úkraínsk héruð í nótt

Rússar skutu árásardrónum og flugskeytum á 15 héruð víðsvegar um Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árásunum og töluverðar skemmdir voru unnar.

Skutu á 15 úkraínsk héruð í nótt

Úkraína | 26. ágúst 2024

Úkraínskir viðbragðsaðilar að störfum við hótel sem eyðilagðist í borginni …
Úkraínskir viðbragðsaðilar að störfum við hótel sem eyðilagðist í borginni Kramatorsk í Dónetsk-héraði í gær í árás Rússa. AFP/Genya Savilov

Rússar skutu árásardrónum og flugskeytum á 15 héruð víðsvegar um Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árásunum og töluverðar skemmdir voru unnar.

Rússar skutu árásardrónum og flugskeytum á 15 héruð víðsvegar um Úkraínu í nótt. Að minnsta kosti þrír voru drepnir í árásunum og töluverðar skemmdir voru unnar.

Helstu skotmörkin voru orkuinnviðir, að sögn forsætisráðherra Úkraínu, Denys Shmygal.

„Rússneskir hryðjuverkamenn hafa enn og aftur skotið á orkuinnviði. Því miður urðu skemmdir í þó nokkrum héruðum,“ sagði Shmygal í færslu á samfélagsmiðli.

Þar kallaði hann jafnframt eftir aukinni aðstoð frá samherjum Úkraínu til að koma í veg fyrir loftárásir.   

Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu.
Denys Shmygal, forsætisráðherra Úkraínu. AFP/Ludovic Marin
mbl.is