Bedúína bjargað úr haldi Hamas

Ísrael/Palestína | 27. ágúst 2024

Bedúína bjargað úr haldi Hamas

Ísraelski herinn hefur bjargað gísl af arabískum-bedúína uppruna sem var tekinn haldi í hryðjuverkaárás Hamas þann 7. október. 

Bedúína bjargað úr haldi Hamas

Ísrael/Palestína | 27. ágúst 2024

7. október tóku liðar Hamas 251 sem gísl. Ísraelsher hefur …
7. október tóku liðar Hamas 251 sem gísl. Ísraelsher hefur bjargað átta gíslum, þar á meðal Kaid Farhan Elkadi. AFP

Ísraelski herinn hefur bjargað gísl af arabískum-bedúína uppruna sem var tekinn haldi í hryðjuverkaárás Hamas þann 7. október. 

Ísraelski herinn hefur bjargað gísl af arabískum-bedúína uppruna sem var tekinn haldi í hryðjuverkaárás Hamas þann 7. október. 

Samkvæmt yfirlýsingu frá yfirvöldum í Ísrael bjargaði Ísraelsher 52 ára gömlum Kaid Farhan Elkadi úr haldi í suðurhluta Gasa.

BBC greinir frá. 

Var við störf þegar hann var tekinn sem gísl

Ástand Elkadi er sagt stöðugt en yfirvöld verjast öllum spurningum í þágu þjóðaröryggis og öryggis gíslanna. 

Elkadi er ellefu barna faðir og frá þorpi bedúína Rahat í Negev-eyðimörkinni í Ísrael. Hann starfaði í fjölda ára sem öryggisvörður hjá Magen-samyrkjubúinu nærri landamærum Ísraels og Gasa og var við störf þegar hann var tekinn sem gísl fyrir tíu mánuðum. 

7. október tóku liðar Hamas 251 sem gísl. Ísraelsher hefur bjargað átta gíslum, þar á meðal Elkadi.

mbl.is