Gosmóða yfir suðvesturhorninu – Kröftugir strókar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. ágúst 2024

Gosmóða yfir suðvesturhorninu – Kröftugir strókar

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga liggur yfir suðvesturhorninu. Þótt hún sjáist mjög vel er magnið ekki það mikið að hún ætti að hafa áhrif á neinn, nema þá allra viðkvæmustu. Börn ættu þó ekki að sofa úti í vögnum.

Gosmóða yfir suðvesturhorninu – Kröftugir strókar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 27. ágúst 2024

Eldgosið við Sundhnúkagíga er í fullum gangi.
Eldgosið við Sundhnúkagíga er í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga liggur yfir suðvesturhorninu. Þótt hún sjáist mjög vel er magnið ekki það mikið að hún ætti að hafa áhrif á neinn, nema þá allra viðkvæmustu. Börn ættu þó ekki að sofa úti í vögnum.

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga liggur yfir suðvesturhorninu. Þótt hún sjáist mjög vel er magnið ekki það mikið að hún ætti að hafa áhrif á neinn, nema þá allra viðkvæmustu. Börn ættu þó ekki að sofa úti í vögnum.

Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Blá gosmóða lá yfir Reykjavík seinnipartinn í gær.
Blá gosmóða lá yfir Reykjavík seinnipartinn í gær. mbl.is/Eyþór

Búist er við því að gasdreifingin verði til vesturs í dag og til suðurs undir kvöld. Gosmóðu gæti orðið vart á Suðurlandi, jafnvel í einhverju magni. Hún getur sést auðveldlega en er þó ekki hættuleg nema í því magni sem hún mælist næst gosstöðvunum.

Hér má lesa nánar um viðbrögð við gosmengun.

Kröftugir gosstrókar

Gosstrókavirknin hefur annars verið nokkuð stöðug í nótt og hefur engin sjáanleg breyting orðið á eldgosinu frá því í gær. Gosstrókarnir eru frekar kröftugir, að sögn Jóhönnu, sem er aðeins öðruvísi en í síðustu gosum.

Hraunið virðist jafnframt ekki hreyfast hratt áfram.

mbl.is