Þetta bananabrauð er uppáhalds hjá fjölskyldunni hennar Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur hjá Grænkerum en yngstu fjölskyldumeðlimunum finnst gaman að taka þátt í bakstrinum með móður sinni. Í haustbyrjun er upplagt að baka bananabrauð og ekki skemmir fyrir að hægt er að nýta banana sem ekki ganga út í baksturinn áður en þeir verða skemmdir.
Þetta bananabrauð er uppáhalds hjá fjölskyldunni hennar Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur hjá Grænkerum en yngstu fjölskyldumeðlimunum finnst gaman að taka þátt í bakstrinum með móður sinni. Í haustbyrjun er upplagt að baka bananabrauð og ekki skemmir fyrir að hægt er að nýta banana sem ekki ganga út í baksturinn áður en þeir verða skemmdir.
Þetta bananabrauð er uppáhalds hjá fjölskyldunni hennar Þórdísar Ólafar Sigurjónsdóttur hjá Grænkerum en yngstu fjölskyldumeðlimunum finnst gaman að taka þátt í bakstrinum með móður sinni. Í haustbyrjun er upplagt að baka bananabrauð og ekki skemmir fyrir að hægt er að nýta banana sem ekki ganga út í baksturinn áður en þeir verða skemmdir.
„Mér finnst mikilvægt að halda hvítum sykri í lágmarki og bananabrauð er frábær byrjunarreitur fyrir af-sykurvæðingu. Það er nefnilega svo mikil sæta í banönum og algjör óþarfi að setja fleiri hundruð grömm af sykri og púðursykri til viðbótar. Í staðinn legg ég til að nota döðlur en þær gefa ekki aðeins sætu heldur hafa ýmis jákvæð heilsufarsleg áhrif, svo sem á bein, meltingu og á jafnvel við barnsburð,“ segir Þórdís.
Galdurinn við uppskriftina segir Þórdís vera tvennt, annars vegar kjúklingabaunasafann (e. aquafaba) en hann fæst með því að sigta safann frá kjúklingabaunum í dós. „Kjúklingabaunasafi er algjört galdrahráefni í vegan bakstri og getur komið í stað eggja. Magnaðasta dæmið um notkun þess hráefnis er að með því að þeyta kjúklingabaunasafa með sykri má gera vegan marens,“ segir Þórdís. Hins vegar er hitt atriðið að blanda sítrónusafa við plöntumjólk og leyfa því að blandast saman en sýran hjálpar til við lyftingu og gerir brauðið mýkra.
Haustlegt bananabrauð
Aðferð: