Við upphaf skólaársins hefst heimalesturinn og margir sem ætla að taka hann föstum tökum strax. Fjölskylduvefurinn tók saman nokkrar nýjar og áhugaverðar barnabækur sem við mælum með að kíkja á.
Við upphaf skólaársins hefst heimalesturinn og margir sem ætla að taka hann föstum tökum strax. Fjölskylduvefurinn tók saman nokkrar nýjar og áhugaverðar barnabækur sem við mælum með að kíkja á.
Við upphaf skólaársins hefst heimalesturinn og margir sem ætla að taka hann föstum tökum strax. Fjölskylduvefurinn tók saman nokkrar nýjar og áhugaverðar barnabækur sem við mælum með að kíkja á.
Kúkur, piss og prump
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, hefur frætt marga um vísindi, bæði börn og fullorðna. Nýja bókin hans, Kúkur, piss og prump er þó ætluð yngri kynslóðinni.
Bókin er hluti af vinsæla Vísindalæsisflokki Sævars Helga en í þeim flokki fræðir hann börn á auðskiljanlegan hátt um vísindi. Í bókinni Kúkur, piss og prump fjallar hann um meltinguna sem hluta af náttúrunnar hringrás. Elías Rúni myndskreytti.
Nýi nemandinn
Nýi nemandinn er ný bók eftir Ævar Þór Benediktsson og fjallar um krakka, kennara, snareðlu í hettupeysu og þig. Bækur Ævars þar sem lesandinn ræður ferðinni hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Nýi nemandinn er með stuttum köflum, aðgengilegum texta og hentar því vel byrjendum í lestri. Evana Kisa myndskreytti.
Benjamín dúfa
Benjamín dúfa eftir Friðrik Erlingsson hafði djúpstæð áhrif á lesendur þegar hún kom fyrst út og hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 1992. Bókin var endurútgefin nú á árinu og er þá kjörið tækifæri fyrir foreldra að lesa með börnunum.
Amma slær í gegn
Bækurnar um Stellu eftir Gunnar Helgason hafa notið gríðarlegra vinsælda hjá íslenskum börnum. Þetta er áttunda bókin í þessum flokki og fjalla um sjálfhverfa unglinginn Stellu, fjölskyldu og vini hennar. Í þessari bók snýr amma Köben aftur af krafti.