„Ég mun ekki tjá mig frekar en fyrri daginn um einstök mál,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra spurð hvort það standi til að endurskoða þá ákvörðun að senda
palestínska dreginn Yazan Tamimi úr landi.
„Ég mun ekki tjá mig frekar en fyrri daginn um einstök mál,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra spurð hvort það standi til að endurskoða þá ákvörðun að senda
palestínska dreginn Yazan Tamimi úr landi.
„Ég mun ekki tjá mig frekar en fyrri daginn um einstök mál,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra spurð hvort það standi til að endurskoða þá ákvörðun að senda
palestínska dreginn Yazan Tamimi úr landi.
Mál Yazans, sem er 11 ára gamall, hefur verið mikið til umfjöllunar eftir að ákveðið var að vísa honum af landi brott en hann flúði til landsins frá Palestínu með foreldrum sínum. Yazan hefur verið greindur með ágenga og alvarlega vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne, en lífslíkur þeirra sem ekki fá meðferð við sjúkdómnum eru um 19 ár.
„Við erum hér með tvö stjórnsýslustig sem er Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Það er komin niðurstaða úr tveimur stjórnsýslustigum og ég ber traust til þeirra stofnana að vinna mál vel,“ segir Guðrún við mbl.is.
Hún segir að vitaskuld sé þetta erfiður málaflokkur en að ráðherra geti ekki haft afskipti af stjórnvaldsákvörðunum þessara stofnana.
Kærunefnd útlendingamála vísaði máli palestínska drengsins endanlega frá í júní eftir að fjölskyldan hafði sótt um alþjóðlega vernd við komuna til landsins í fyrra.
Yazan og foreldrar hans millilentu á Spáni á leið sinni til Íslands, en þurftu vegna verkfalls að yfirgefa flugvöllinn sem hafði þær afleiðingar að þar með þurftu þau að skrá sig inn í landið og brottvísunarákvæði Dyflinnarreglugerðarinnar urðu virk.
Á grundvelli hennar er íslenskum stjórnvöldum því kleift að vísa fjölskyldunni úr landi án þess að Útlendingastofnun taki mál hennar til efnislegrar meðferðar og hefur kærunefndin staðfest að Yasan og foreldrum hans skuli vísað úr landi.
Annar samstöðufundur með Yazan verður haldin á Austurvelli klukkan 17 í dag en hópur sem kallar sig Vini Yazans hafa boðið til fundarins.