Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu þeirra við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF) til ríkissáttasemjara.
Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu þeirra við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF) til ríkissáttasemjara.
Stéttarfélagið Efling hefur vísað kjaradeilu þeirra við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF) til ríkissáttasemjara.
Hafa stéttarfélagið og samtökin fundað fimm sinnum í sumar um samninga. Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að ekkert hafi þokast áfram í deilunni.
„Efling fer fram á að þeirri launastefnu sem samið var um við Samtök atvinnulífsins í mars síðastliðnum verði fylgt og að um verði að ræða sömu hækkanir og samið verður um við ríkið,“ stendur í tilkynningunni.
Einnig kemur þar fram að meginkrafa Eflingar sé að fundið verði lausn á undirmönnun og ofurálagi á hjúkrunarheimilum.
Samninganefnd stéttarfélagsins sé tilbúin til þess að fallast á langtímakjarasamninga verði tekið á þeim vanda með tímasettum, raunhæfum aðgerðum á samningstímanum.