Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er sögð guðs lifandi fegin að vera laus við eiginmann sinn, leikstjórann og leikarann Ben Affleck, í kjölfar stormasams hjónabandslífs þeirra síðustu tvö árin.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er sögð guðs lifandi fegin að vera laus við eiginmann sinn, leikstjórann og leikarann Ben Affleck, í kjölfar stormasams hjónabandslífs þeirra síðustu tvö árin.
Söng- og leikkonan Jennifer Lopez er sögð guðs lifandi fegin að vera laus við eiginmann sinn, leikstjórann og leikarann Ben Affleck, í kjölfar stormasams hjónabandslífs þeirra síðustu tvö árin.
Lopez sótti formlega um skilnað frá Affleck í síðustu viku og var það, að sögn heimildarmanns, það síðasta sem hún vildi gera. Leikkonan var víst tilbúin að gera hvað sem er til að lappa upp á hjónaband hennar og Affleck, en leikstjórinn var ekki á sama máli.
„Það hefur verið mjög erfitt fyrir hana að horfa á eftir Affleck. Hann ákvað að halda áfram með líf sitt og skilja hana eftir,” sagði heimildarmaður við tímaritið People á mánudag.
„Hún vildi alls ekki skilja. Hún vildi leysa átök og rækta sambandið. Þau elska hvort annað. Lopez er ekki týpan til að gefast upp. Það hefur verið mjög erfitt fyrir hana að sitja og bíða.”
Lopez og Affleck eiga langa sögu sundur og saman. Þau voru áður trúlofuð og ætluðu að gifta sig í september 2003 en hættu svo saman í byrjun árs 2004. Þau voru svo vinir og byrjuðu aftur saman 17 árum síðar. Hollywood-stjörnurnar giftu sig við hátíðlega athöfn í júlí 2022.
Affleck virðist þegar vera kominn yfir fyrrverandi eiginkonu sína, en síðustu vikur hefur hann sést ásamt dóttur bandaríska stjórnmálamannsins Robert F. Kennedy, leikkonunni Kick Kennedy.
Eðli sambands þeirra er óljóst en parið sást meðal annars á einum heitasta skemmtistað ríka og fræga fólksins, The Polo Lounge, nú á dögunum.