Ráðuneytið skoðar vanda Gæslunnar

TF-SIF | 28. ágúst 2024

Ráðuneytið skoðar vanda Gæslunnar

Hin alvarlega og dýra bilun sem varð í hreyflum gæsluflugvélarinnar TF-SIF kemur sér afar illa fyrir Landhelgisgæsluna sem hefur búið við þröngan fjárhag um margra ára skeið.

Ráðuneytið skoðar vanda Gæslunnar

TF-SIF | 28. ágúst 2024

Bilunin í hreyflum vélarinnar er alvarlegt högg fyrir fjárhag Gæslunnar. …
Bilunin í hreyflum vélarinnar er alvarlegt högg fyrir fjárhag Gæslunnar. Nú er unnið að lausn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Hin alvarlega og dýra bilun sem varð í hreyflum gæsluflugvélarinnar TF-SIF kemur sér afar illa fyrir Landhelgisgæsluna sem hefur búið við þröngan fjárhag um margra ára skeið.

Hin alvarlega og dýra bilun sem varð í hreyflum gæsluflugvélarinnar TF-SIF kemur sér afar illa fyrir Landhelgisgæsluna sem hefur búið við þröngan fjárhag um margra ára skeið.

Til skoðunar er í dómsmálaráðuneytinu hvernig brugðist verði við þessu höggi sem Landhelgisgæslan hefur orðið fyrir.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu fyrir helgi kom upp tæring í hreyflum flugvélarinnar. Voru hreyflarnir sendir til viðgerðar í Kanada. Kostnaður vegna viðgerðar á hreyflunum er áætlaður rúmar 300 milljónir króna.

Við þetta bætist að vélin gat ekki farið í umsamið verkefni á Miðjarðarhafi fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Tekjutapið er áætlað rúmar 100 milljónir króna. Heildarkostnaður vegna tekjutaps og kostnaðar vegna viðgerðarinnar gæti því verið á bilinu 400-450 milljónir króna.

Til stóð að selja vélina

Landhelgisgæslan þarf að standa straum af viðgerðinni að öllu leyti, upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi stofnunarinnar. Slit vegna notkunar fellur alla jafnan ekki undir tryggingar.

Í fjárhagsáætlun ársins var ekki gert ráð fyrir svo umfangsmikilli viðgerð á hreyflum vélarinnar, segir Ásgeir, spurður hvort stofnunin hafi sett sig í samband við ráðuneytið varðandi viðbótarframlag.

„Landhelgisgæslan hefur upplýst dómsmálaráðuneytið um stöðu mála og í sameiningu er verið að vinna að áætlun um hvernig brugðist verði við þessum óvænta kostnaði,“ segir Ásgeir.

Flugvélin TF-SIF var mikið í fréttunum í febrúar 2023 þegar Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra upplýsti að til stæði að selja flugvélina til að bjarga fjárhag Gæslunnar en rekstraráætlanir stofnunarinnar voru brostnar.

Sameiginleg niðurstaða Landhelgisgæslunnar og ráðuneytisins væri sú að skásti kosturinn væri að selja TF-SIF og segja upp starfsliði sem tengdist rekstri hennar.

Reksturinn óhagkvæmur

Ástæður voru m.a. þær helstar að rekstur vélarinnar væri verulega óhagkvæmur og hún nýttist lítið innanlands. Flugtími á Íslandi árið 2022 hefði aðeins verið 98 klukkustundir. Fyrirsjáanlegt væri mikið og fjárfrekt viðhald og endurbætur á tækjakosti og vélinni sjálfri.

Hentugt væri á þessum tímapunkti að skipta vélinni út fyrir hagkvæmari valkost sem gæti náð settum viðmiðum í viðbragðs- og björgunargetu, t.d. í samvinnu við Isavia.

Viðbrögð hér innanlands urðu á einn veg. Alfarið var lagst gegn því að vélin yrði seld úr landi.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í gær.

mbl.is