Sumarauki í föstu og fljótandi formi

Snyrtibuddan | 28. ágúst 2024

Sumarauki í föstu og fljótandi formi

Þrátt fyrir að það hafi gefist lítið færi á að klæðast stuttbuxum þetta sumarið og spranga um með bera fótleggi þá má lengja sumarið með örlitlum sumarauka í föstu og fljótandi formi. Í sumarlínu franska tískuhússins Chanel má finna eigulega hluti sem geta fylgt okkur inn í veturinn eins og örlítið bronslitaðar kinnar og dramatískt brúntóna naglalakk. 

Sumarauki í föstu og fljótandi formi

Snyrtibuddan | 28. ágúst 2024

Förðunarmeistarinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Hún vildi kalla …
Förðunarmeistarinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Hún vildi kalla fram öðruvísi litatóna sem myndu framkalla ævintýri í andlitum kvenna.

Þrátt fyrir að það hafi gefist lítið færi á að klæðast stuttbuxum þetta sumarið og spranga um með bera fótleggi þá má lengja sumarið með örlitlum sumarauka í föstu og fljótandi formi. Í sumarlínu franska tískuhússins Chanel má finna eigulega hluti sem geta fylgt okkur inn í veturinn eins og örlítið bronslitaðar kinnar og dramatískt brúntóna naglalakk. 

Þrátt fyrir að það hafi gefist lítið færi á að klæðast stuttbuxum þetta sumarið og spranga um með bera fótleggi þá má lengja sumarið með örlitlum sumarauka í föstu og fljótandi formi. Í sumarlínu franska tískuhússins Chanel má finna eigulega hluti sem geta fylgt okkur inn í veturinn eins og örlítið bronslitaðar kinnar og dramatískt brúntóna naglalakk. 

Förðunarfræðingurinn Ammy Drammeh hannaði línuna fyrir Chanel. Með litapallettunni vildi hún kalla fram fjölbreyttari litatóna og meiri blæbrigði. Í línunni eru augnblýantar í litum eins og límónugrænum og ljósfjólubláum en líka í appelsínurauðum, perlubleikum, rústrauðum og ljósbleikum. Það er hægt að leika sér með litapallettuna þótt úti rigni stanslaust. Að setja örlítinn perlubleikan lit í augnkrókinn og aðeins undir augun opnar augnsvæðið og fegrar þótt þessi förðunaraðferð minni sumar óþægilega mikið á aldamótaförðunartískuna.

Það má leika sér með grænt naglalakk og grænan augnblýant.
Það má leika sér með grænt naglalakk og grænan augnblýant.
Chanel Glow Stick í litnum Solar Glow nýtist á margan …
Chanel Glow Stick í litnum Solar Glow nýtist á margan hátt. Það er fallegt í kinnarnar en það má líka setja í kringum hárlínuna til þess að fá frísklegra yfirbragð.

Glóandi kinnar

Í línunni eru tvær tegundir af „highlighter“ í stiftformi; einn ljós sem getur lýst andlitið upp og annar bronslitaður. Báðir litir geta tekið förðunina upp á næsta stig því svona stifti eru oft auðveld í notkun. Það er auðvelt að skyggja andlitið lítillega með bronslitaða stiftinu. Þær sem vilja örlitla andlitslyftingu þurfa að gæta þess að setja stiftið ofarlega á kinnbeinin. Það er gott að setja stiftið á eins og túss en svo þarf bursta til að móta litinn á andlitinu. Ef skyggingin er borin of neðarlega á andlitið tapast töfrar lyftingarinnar. Það er alltaf fallegt að setja nokkrar doppur af bronslitaða stiftinu í kringum hárlínuna og bursta svo yfir með hringlaga hreyfingum til þess að fá örlítinn glóa meðfram hárlínunni. Það má líka nota stiftið sem augnskugga en þá gefur liturinn örlítinn gljáa án þess að verða eins og árshátíðarförðun árið 1994. Ljósi liturinn má svo fara á nefbroddinn og ofarlega á kinnarnar og jafnvel í kringum varirnar til að stækka þær smá áður en varalitur er borinn á.

Dökkar neglur

Liturinn Faun er mjólkursúkkulaðibrúnn og passar við allt, eða svona …
Liturinn Faun er mjólkursúkkulaðibrúnn og passar við allt, eða svona næstum því.

Í sumarlínunni eru þrír litir af naglalakki; Réveuse sem er límónugrænn, Songe D’été sem er ljósbleikur og Faun sem er rjómasúkkulaðibrúnn. Þessi rjómasúkkulaðibrúni smellpassar inn í hausttískuna þar sem jarðlitir í brúnum tónum verða áberandi. Einhvern veginn finnst mér brúntóna naglalakk alltaf svolítið elegant og smart.

Augnblýantarnir Stylo Ombret eru mjúkir og meðfærilegir. Það er hægt …
Augnblýantarnir Stylo Ombret eru mjúkir og meðfærilegir. Það er hægt að setja þá yfir allt augnlokið en það er líka hægt að nota þá rétt í augnkrókinn til þess að auka frískleika og fegurð. Það fellur aldrei úr móð að setja þá inn í vatnslínu augnanna til þess að fá dýpri augnsvip.
mbl.is