Syndsamlega góð espresso martini ostakaka

Uppskriftir | 28. ágúst 2024

Syndsamlega góð espresso martini ostakaka

Einn vinsælasti kokteillinn sem sögur fara af í dag er espresso martini. Hér er komin syndsamlega góð espresso martini ostakaka sem á pottþétt eftir að njóta vinsælda hjá espresso martini aðdáendum líka. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar töfraði þessa fram á dögunum og hún sló í gegn. Hægt er að sjá Berglindi útbúa þessa girnilegu ostaköku á Instagram síðunni hennar hér. Þessi er líka svo fallega borin fram, mikið augnakonfekt að njóta.

Syndsamlega góð espresso martini ostakaka

Uppskriftir | 28. ágúst 2024

Syndsamlega góð espresso martini ostakaka sem er líka svo falleg …
Syndsamlega góð espresso martini ostakaka sem er líka svo falleg í glasi. Ljósmynd/Berglind Hreiiðarsdóttir

Einn vinsælasti kokteillinn sem sögur fara af í dag er espresso martini. Hér er komin syndsamlega góð espresso martini ostakaka sem á pottþétt eftir að njóta vinsælda hjá espresso martini aðdáendum líka. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar töfraði þessa fram á dögunum og hún sló í gegn. Hægt er að sjá Berglindi útbúa þessa girnilegu ostaköku á Instagram síðunni hennar hér. Þessi er líka svo fallega borin fram, mikið augnakonfekt að njóta.

Einn vinsælasti kokteillinn sem sögur fara af í dag er espresso martini. Hér er komin syndsamlega góð espresso martini ostakaka sem á pottþétt eftir að njóta vinsælda hjá espresso martini aðdáendum líka. Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar töfraði þessa fram á dögunum og hún sló í gegn. Hægt er að sjá Berglindi útbúa þessa girnilegu ostaköku á Instagram síðunni hennar hér. Þessi er líka svo fallega borin fram, mikið augnakonfekt að njóta.

Espresso martini ostakaka

Fyrir 6 - passar í 6 hanastélsglös

  • 12 stk. Oreo kexkökur
  • 40 g brætt smjör
  • 500 g rjómaostur við stofuhita
  • 160 g sykur
  • 1 msk. kakóduft + meira til skrauts
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 50 ml sterkt uppáhellt kaffi við stofuhita
  • 100 g suðusúkkulaði brætt
  • 300 ml þeyttur rjómi
  • Kaffibaunir til skrauts

Aðferð:

  1. Byrjið á því að mylja kexið í matvinnsluvél og hræra síðan smjörinu saman við og skiptið niður í botninn á glösunum.
  2. Stífþeytið rjómann og leggið til hliðar.
  3. Þeytið næst rjómaost, sykur, kakóduft og vanillusykur saman stutta stund.
  4. Blandið þá uppáhelltu kaffi og bræddu súkkulaði saman við og skafið vel niður á milli.
  5. Þegar rjómaostablandan er orðin slétt og jöfn má vefja þeytta rjómanum saman við hana með sleikju.
  6. Skiptið ostakökublöndunni á milli glasanna og sléttið úr.
  7. Gott er að kæla ostakökuna í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt) og sigta síðan kakóduft yfir og skreyta hvert glas með þremur kaffibaunum.
  8. Berið fram og njótið í góðum félagsskap við kertaljós.
mbl.is