Armani Beauty er komið til landsins

Snyrtivörur | 29. ágúst 2024

Armani Beauty er komið til landsins

Hátískumerkið Armani var stofnað árið 1975 og er enn starfrækt í dag. Giorgio Armani, stofnandi og einn farsælasti ítalski hönnuður sögunnar, fagnaði 90 ára afmæli í vor og er enn að hanna.

Armani Beauty er komið til landsins

Snyrtivörur | 29. ágúst 2024

Augnskuggarnir frá Armani þykja frábærir.
Augnskuggarnir frá Armani þykja frábærir.

Hátískumerkið Armani var stofnað árið 1975 og er enn starfrækt í dag. Giorgio Armani, stofnandi og einn farsælasti ítalski hönnuður sögunnar, fagnaði 90 ára afmæli í vor og er enn að hanna.

Hátískumerkið Armani var stofnað árið 1975 og er enn starfrækt í dag. Giorgio Armani, stofnandi og einn farsælasti ítalski hönnuður sögunnar, fagnaði 90 ára afmæli í vor og er enn að hanna.

Árið 2000 kom snyrtivörulínan Armani Beauty á markaðinn. Innblástur Giorgios var einfaldur glæsileiki og náttúrulegur þokki sem einkennir vörurnar í dag. Fyrir nokkrum árum varð förðunartíska allsráðandi sem gekk út á það að líta náttúrulega út, eins og farði væri ekki til staðar. Armani þótti brautryðjandi í þeim efnum. Förðunarvörurnar frá Armani eiga hvorki að fela né umbreyta heldur eru þær hannaðar til að draga fram náttúrulega fegurð hvers og eins. Allar vörurnar eru náttúrulegar og einfaldar í notkun.

Margir eru meðvitaðir um hvaða efni eru notuð í snyrtivörur en við framleiðslu á vörunum frá Armani er fylgt ströngum reglum til að tryggja mestu mögulegu gæði og verndun umhverfis og heilsu. Vörurnar innihalda til dæmis náttúrulegt shea-smjör og argan-olíu frá Burkína Fasó.

Augnskuggarnir frá Armani þykja þægilegir í notkun.
Augnskuggarnir frá Armani þykja þægilegir í notkun.

Farðarnir vinsælastir

Húðin er í aðalhlutverki hjá snyrtivörumerkinu og eru farðarnir vinsælasta varan. Farðarnir fela hvorki né mynda grímu á húðinni heldur draga fram ljóma og náttúrulega fegurð. Luminous Silk-farðagrunnur, farði og hyljari eiga að sjá til þess að húðin verði jöfn og lýtalaus allan daginn.

Luminous Silk farðarnir frá Armani eru vinsælir og gefa náttúrulegt …
Luminous Silk farðarnir frá Armani eru vinsælir og gefa náttúrulegt útlit.

Dáleiðandi augnaráð

Fyrir tískusýningar Armani er lagt kapp á að viðhalda náttúrulegri lögun augnanna og dáleiðandi augnaráð dregið fram. Vinsælustu augnvörurnar frá merkinu eru Eye Tint-augnskuggarnir og Eyes To Kill Classico-maskari.

Eye Tint frá Armani.
Eye Tint frá Armani.

Breitt úrval varalita

Rouge d’Armani-varalitirnir komu á markað fyrir meira en áratug og hafa sterkir litir þótt klassík síðan þá. Breitt úrval varalita og glossa er til frá Armani en vinsælustu vörurnar eru Lip Power-varalitirnir sem koma í miklu litaúrvali.

ARMANI BEAUTY kemur á markað laugardaginn 31. ágúst og mun einungis fást í Lyf & heilsu Kringlunni.

Lip Power varalitir.
Lip Power varalitir.
mbl.is