Breytingar taka gildi 1. september

Húsnæðismarkaðurinn | 29. ágúst 2024

Breytingar á húsaleigulögum taka gildi 1. september

Breytingar á húsaleigulögum taka gildi 1. september. Markmið þeirra er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi.

Breytingar á húsaleigulögum taka gildi 1. september

Húsnæðismarkaðurinn | 29. ágúst 2024

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Breytingar á húsaleigulögum taka gildi 1. september. Markmið þeirra er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi.

Breytingar á húsaleigulögum taka gildi 1. september. Markmið þeirra er að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi.

Vísitölutenging styttri samninga verður óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð.

Leigusali verður einnig að kanna hvort leigjandi ætli að nýta sér forgangsrétt og verður honum óheimilt að segja upp ótímabundnum samningi án ástæðu.

Ekki verður heimilt að semja um að leiguverð taki breytingum á samningstímanum ef um samning er að ræða sem er til 12 mánaða eða styttri, að því er kemur fram í tilkynningu frá HMS.

Með lagabreytingunum munu bæði leigjendur og leigusalar geta farið fram á breytingu á leiguverði eftir að tólf mánuðir eru liðnir frá undirritun samnings í þremur af eftirfarandi tilfellum:

  • Ef leigusali er lögaðili og rekstrarkostnaður hans hækkar.
  • Ef leigjandi eða leigusali vill samræma leiguverðið við markaðsverð á sambærilegu húsnæði.
  • Ef óhagnaðardrifin leigufélög vilja jafna leigufjárhæð á sambærilegu húsnæði í þeirra eigu til að stuðla að fjölbreyttri samsetningu íbúa og félagslegri blöndun.
mbl.is