Bandaríski leikarinn Armie Hammer hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu ár. Leikarinn hefur lítið sést á skjánum eftir að ásakanir um framhjáhald, nauðgun og mannát komust í hámæli árið 2021.
Bandaríski leikarinn Armie Hammer hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu ár. Leikarinn hefur lítið sést á skjánum eftir að ásakanir um framhjáhald, nauðgun og mannát komust í hámæli árið 2021.
Bandaríski leikarinn Armie Hammer hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu ár. Leikarinn hefur lítið sést á skjánum eftir að ásakanir um framhjáhald, nauðgun og mannát komust í hámæli árið 2021.
Síðasta hlutverk Hammer var í kvikmyndinni Death on the Nile sem var frumsýnd snemma árs 2022. Leikarinn er ekki með önnur kvikmyndaverkefni í bígerð samkvæmt IMDb og glímir við mikla fjárhagslega örðugleika.
Á þriðjudag birti leikarinn myndskeið á Instagram-síðu sinni þar sem hann auglýsir pallbíl til sölu. Bíllinn, sem er af gerðinni GMC Sierra 1500 Denali, hefur verið í eigu leikarans frá árinu 2017.
Í myndskeiðinu segist Hammer neyðast til að selja bílinn sökum þess að geta ekki borgað fyrir eldsneyti á bílinn, en það kostar hann um og yfir 500 bandaríkjadali að fylla á tankinn í stjörnuborginni Los Angeles.
Hammer er nú mættur aftur til Los Angeles eftir nokkurra ára dvöl á Cayman-eyjum, í þeirri von um að blása lífi í leikferil sinn. Skömmu eftir að ásakanir um kynferðisbrot komu upp á yfirborðið flúði leikarinn til Cayman-eyja og fór að starfa á hóteli við að ráðleggja ferðamönnum sem heimsækja eyjuna.
Góðvinur Hammer, leikarinn Robert Downey Jr., er sagður hafa stutt leikarann fjárhagslega síðustu misseri.