Ófjármögnuð borgarlína í brennidepli

Spursmál | 29. ágúst 2024

Ófjármögnuð borgarlína í brennidepli

Enn er margt á huldu um það hvernig fjármagna skuli borgarlínuna. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna í Spursmál.

Ófjármögnuð borgarlína í brennidepli

Spursmál | 29. ágúst 2024

Enn er margt á huldu um það hvernig fjármagna skuli borgarlínuna. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna í Spursmál.

Enn er margt á huldu um það hvernig fjármagna skuli borgarlínuna. Til að varpa ljósi á málið mæta Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri og Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna í Spursmál.

Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson sitja fyrir svörum í Spursmálum.
Ásdís Kristjánsdóttir og Davíð Þorláksson sitja fyrir svörum í Spursmálum. Samsett mynd

Líkt og fram hefur komið stefna stjórnvöld á að verja 311 milljörðum króna í samgöngusáttmála á höfuðborgarsvæðinu fram til ársins 2040. Enn er þess beðið að ljósi verði varpað á hvernig verkefnið verður fjármagnað en ljóst er að nýjar álögur verða að veruleika, gangi fyrirætlanir yfirvalda eftir.

Allt um þetta í Spursmálum á mbl.is kl. 14:00 á morgun.

Stjórnmálaflokkar rísa og falla

Ný Masíkínukönnun sýnir að fylgi Sjálfstæðisflokksins er í frjálsu falli og hefur aldrei í 95 ára sögu hans mælst viðlíka lágt. Á sama tíma fara Miðflokkurinn og Samfylkingin með himinskautum og margt bendir til þess að Sósíalistar muni ná mönnum inn á þing meðan VG sitji eftir með sárt ennið.

Ólína Þorvarðardóttir og Hermann Nökkvi Gunnarsson rýna helstu fréttir vikunnar.
Ólína Þorvarðardóttir og Hermann Nökkvi Gunnarsson rýna helstu fréttir vikunnar. Samsett mynd

Til þess að ræða þessa stöðu, ásamt þróun stjórnmálaástandsins í Bandaríkjunum, mæta þau Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, á vettvang og ræða fréttir vikunnar.

Sneisafullur þáttur þar sem Stefán Einar Stefánsson tekur á móti góðum gestum og knýr svara um þau mál sem fólk ræðir á kaffistofum landsins á hverjum tíma.

Hvað viltu vita?

Fylg­ist með á mbl.is á föstu­dag og þá er einnig hægt að leggja orð í belg og koma með til­lög­ur að spurn­ing­um fyr­ir gesti þáttarins á nýj­um face­book-vett­vangi Spurs­mála

mbl.is