Orkubú Vestfjarða hefur brennt 60-70 þúsund lítrum af olíu vegna rafkyntra hitaveitna á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði og í Bolungarvík.
Orkubú Vestfjarða hefur brennt 60-70 þúsund lítrum af olíu vegna rafkyntra hitaveitna á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði og í Bolungarvík.
Orkubú Vestfjarða hefur brennt 60-70 þúsund lítrum af olíu vegna rafkyntra hitaveitna á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði og í Bolungarvík.
Ástæðan er að Landsnet vinnur nú að fyrirbyggjandi viðhaldi á Vesturlínu og því hefur Orkubúið þurft að grípa til olíubrennslu og skerðinga á raforku.
Landsnet hefur einnig þurft að brenna 45-50 þúsund lítrum í ágúst vegna viðhaldsins.
Elías Jónatansson orkubússtjóri segir að í tilfellum sem þessum hafi Landsnet heimild til að skerða flutning til notenda sem séu með samninga um skerðanlegan flutning.
Hann tekur undir orð Kristján Jóns Guðmundssonar, skrifstofustjóra rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði, sem lét þau orð falla í Morgunblaðinu sl. mánudag að ef búið væri að virkja í Vatnsfirði hefði verið óþarfi hjá Landsneti að skerða flutning á raforku til Vestfjarða.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.