Snorri og Nadine á leið í brúðkaupsferð

Sólarlandaferðir | 29. ágúst 2024

Snorri og Nadine á leið í brúðkaupsferð

Nadine Guðrun Yaghi, for­stöðumaður sam­skipta og þjón­ustu hjá flug­fé­lag­inu Play, gekk að eiga Snorra Másson, ritstjóra á Ritstjóra í júní. Parið ætlar í barnlausa brúðkaupsferð í október og er töluverður spenningur í loftinu. 

Snorri og Nadine á leið í brúðkaupsferð

Sólarlandaferðir | 29. ágúst 2024

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi gengu í hjónaband í …
Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi gengu í hjónaband í júní. Ljósmynd/Blik Studio

Nadine Guðrun Yaghi, for­stöðumaður sam­skipta og þjón­ustu hjá flug­fé­lag­inu Play, gekk að eiga Snorra Másson, ritstjóra á Ritstjóra í júní. Parið ætlar í barnlausa brúðkaupsferð í október og er töluverður spenningur í loftinu. 

Nadine Guðrun Yaghi, for­stöðumaður sam­skipta og þjón­ustu hjá flug­fé­lag­inu Play, gekk að eiga Snorra Másson, ritstjóra á Ritstjóra í júní. Parið ætlar í barnlausa brúðkaupsferð í október og er töluverður spenningur í loftinu. 

„Við Snorri maðurinn minn stefnum á að fara bráðum í brúðkaupsferð til Portúgal og okkur langar að prófa að fara til Madeira, sem er rétt norðan Kanaríeyja og vestur af Marokkó. Það er fullkomið loftslag á eyjunni allt árið um kring sem hentar mjög vel. Ég hef heyrt frábæra hluti um þessa paradísareyju, sem er kölluð „Havaí Evrópu“ og okkur langar að dvelja þar barnlaus í heila viku í október. Við ætlum að gera vel við okkur og bóka lúxushótel með útsýni yfir hafið,“ segir Nadine og nefnir að Portúgal sé í miklu uppáhaldi hjá henni. 

„Portúgal er í tísku hjá Íslendingum og ég skil það mjög vel. Portúgal er minn uppáhaldsáfangastaður. Upp úr aldamótum var mikið um ferðir til Portúgals en svo virtist af einhverjum ástæðum hafa fjarað undan því. Eftir að Play fór að fljúga til Lissabon hefur þetta tekið rosalegan kipp og Íslendingar fara rosalega mikið í frí til Portúgal. Síðan þá hefur Play bætt við flugi til þriggja áfangastaða í Portúgal; Porto, Madeira og í dag hófst miðasala til portúgölsku borgarinnar Faro. Faro er höfuðborg Algarve-héraðs. Borgin er hvað þekktust fyrir fallega strandlengju, sjávarréttaveitingastaði og aldagamla byggingarlist,“ segir Nadine. 

Landsmenn elska sólina

Sumarið í sumar var svolítið sumarið sem aldrei kom. Hitinn fór ekki yfir 18 gráður og það komu kannski fjórir heitir dagar á suðuvesturhorninu. Nadine segir að flugfélagið sem hún vinnur hjá sé meðvitað um að landsmenn þrái sól. Því verði allt kapp lagt á það að koma landsmönnum í sólina á viðráðanlegu verði.

„Það er ekkert leyndarmál að Íslendingar elska sólina og það hefur alltaf verið stefnan hjá okkur hjá Play að vera með flottustu sólarlandaáætlun sem völ er á. Og ekki er vanþörf á því að komast í hlýrra loftslag eftir þetta ömurlega sumar,“ segir hún og bætir við: 

„Ég hef farið nokkrum sinnum til Lissabon og Porto og ég er alltaf jafn ánægð. Það er eitthvað við Portúgal og menninguna sem ég elska. Það er ódýrara að vera í Portúgal en til dæmis á Spáni og maður getur því leyft sér huggulegri gistingu og flottari veitingastaði. Þannig fær maður mun meira fyrir peninginn í Portúgal. Í báðum borgum er fullkomið veður allan ársins hring. Porto er í aðeins meira uppáhaldi en hún er oft nefnd ein fallegasta borg Evrópu. Byggingarnar eru margar frá 18. öld, skreyttar fallegum bláum og hvítum flísum og ég verð alltaf jafn heilluð af fegurðinni. Svo er sko enginn skortur á veitingastöðum í Porto og matarmenningin er upp á 10. Nokkrir spennandi réttir sem enginn má missa af eru til dæmis Francesinha-samlokan, saltfiskurinn, grilluð Alheira-pylsa og Pasteis de Chaves-bakkelsið. Ég mæli með.“

Ljósmynd/Blik Studio
mbl.is