Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar hún um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,3%.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar hún um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,3%.
Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6% og lækkar hún um 0,3 prósentustig frá fyrri mánuði þegar hún mældist 6,3%.
Fram kemur jafnframt í tilkynningu Hagstofu Íslands að verð á matvörum lækkaði um 0,5% og er það í fyrsta skipti í þrjú ár sem sá liður lækkar.
„Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í ágúst 2024, er 633,8 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 512,1 stig og lækkar um 0,16% frá júlí 2024.
Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,9% (áhrif á vísitöluna 0,17%) og rafmagn og hiti hækkuðu um 3,3% (0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 7,1% (-0,17%) og háskólar lækkuðu um 21,1% (-0,14%),“ segir í tilkynningunni.
Fram kemur að lækkun í háskólum stafi af niðurfellingu skólagjalda í nokkrum þeirra.
„Breytingar á kostnaði við nám í háskóla og framhaldsskóla koma fram í tölum ágústsmánaðar en breytingar í grunnskólunum (þar með talið kostnaður við skólamáltíðir) munu koma fram í september. Verð á matvörum lækkaði um 0,5% (-0,07%) en það er í fyrsta skiptið í þrjú ár sem sá liður lækkar.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,0% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,6%.
Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í ágúst 2024, sem er 633,8 stig, gildir til verðtryggingar í október 2024.“