Gosmóða mælist víða á suðvesturhorninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. ágúst 2024

Gosmóða mælist víða á suðvesturhorninu

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga mælist nú víða um suðvesturhornið. 

Gosmóða mælist víða á suðvesturhorninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 30. ágúst 2024

Talsverð mengun mælist á suðvesturhorninu í dag.
Talsverð mengun mælist á suðvesturhorninu í dag. mbl.is/Eyþór

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga mælist nú víða um suðvesturhornið. 

Gosmóða vegna eldgossins við Sundhnúkagíga mælist nú víða um suðvesturhornið. 

„Það er einhver gosmóða á höfuðborgarsvæðinu en hún mælist hæst í Vogunum og fyrir austan fjall. Í Hveragerði og á Selfossi er hún komin upp í appelsínugult gildi hjá loftgæðamæli Umhverfisstofnunnar,“ segir Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hún varar við því að mjög viðkvæmir geti fundið fyrir einkennum og ráðleggur þeim að loka gluggum og forðast áreynslu utandyra.

Búast má við gosmóðu á suðvesturhorni landsins í dag.
Búast má við gosmóðu á suðvesturhorni landsins í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Ungabörn sofi ekki utandyra 

Ekki er mælt með því að ungabörn sofi úti í vögnum í Vogunum eða á Hveragerði og Selfossi í dag.

Gera má ráð fyrir gosmóðu næstu daga eða þar til það fari að hvessa meira eða rigna sem gerist um helgina.

Hægt er að fylgjast með gasmengun í rauntíma á vefnum loftgaedi.is.

Appelsínugular merkingar eru á sumum mælistöðvum.
Appelsínugular merkingar eru á sumum mælistöðvum. Kort/Umhverfisstofnun
mbl.is