Villandi skilaboð um verðlækkanir hjá Nettó

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2024

Villandi skilaboð um verðlækkanir hjá Nettó

Ró­bert Farest­veit, hag­fræðing­ur hjá Alþýðusam­bandi Íslands segir að mikla hækkun á matvöruverði í júlí hafi mátt rekja til mikillar hækkunar á vöruverði í verslunum Samkaupa. Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem það státaði sig af mikilli verðlækkun í ágúst.

Villandi skilaboð um verðlækkanir hjá Nettó

Vextir á Íslandi | 30. ágúst 2024

Verð í Nettó hefur hækkað hvað mest síðustu mánuði seð …
Verð í Nettó hefur hækkað hvað mest síðustu mánuði seð sögn Róberts Farestveit. Samsett mynd

Ró­bert Farest­veit, hag­fræðing­ur hjá Alþýðusam­bandi Íslands segir að mikla hækkun á matvöruverði í júlí hafi mátt rekja til mikillar hækkunar á vöruverði í verslunum Samkaupa. Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem það státaði sig af mikilli verðlækkun í ágúst.

Ró­bert Farest­veit, hag­fræðing­ur hjá Alþýðusam­bandi Íslands segir að mikla hækkun á matvöruverði í júlí hafi mátt rekja til mikillar hækkunar á vöruverði í verslunum Samkaupa. Í gær sendi fyrirtækið frá sér tilkynningu þar sem það státaði sig af mikilli verðlækkun í ágúst.

Spurður hvernig tilkynning Samkaupa um hvernig það að vöruverð hefði lækkað mest í Nettó milli mánaða hafi komið honum fyrir sjónir segir Róbert:

„Við dróum fram í nýlegri greiningu hjá verðlagseftirlitinu, þar sem við vorum að skoða lækkanir milli mánaða, að það var vissulega lækkun sem við mældum hjá verslunum Samkaupa en eins og við tókum líka fram var hækkun í júlí sem var umfram hækkunartaktinn síðustu mánuði.

Þannig verðlækkunin kemur auðvitað eftir hækkun í síðasta mánuði og það var kannski dálítið óskýrt dregið fram í þeirra tilkynningu, eða í raun ekki tekið fram.“

Grafið sýnir mikla hækkun í verslum Nettó í júlí sem …
Grafið sýnir mikla hækkun í verslum Nettó í júlí sem gekk svo að hluta til til baka í ágúst. Skjáskot/ASÍ

Verð í Nettó hækkað næst mest

Þá bætir Róbert við að verð hafi í raun hækkað hvað mest í Nettó síðustu mánuði.

„Í greiningunni bendum við líka á þróunina frá undirritun kjarasamninga og þar sjáum við samanburð á þessum verslunum yfir aðeins lengra tímabil. Þar sjáum við að mest hækkun hefur verið í Bónus og Nettó kom þar á eftir,“ útskýrir Róbert.

Spurður hvort það geti verið að verslanir hækki verð markvisst til að lækka það síðan aftur segir Róbert:

„Við höfum ekki séð mikið af því á dagvörumörkuðum, af matvöru. Þar hefur undanfarið verið svolítið fastur verðmunur milli verslanna. Það eru ákveðnar verslanir sem mynda gólfið og svo raða þær sér einhverstaðar á markaðinum í kjölfarið.

Við sjáum þetta samt í ákveðnum greinum. Það koma tímabil þar sem vöruverð hækka og svo sjáum við bera á því sem við köllum geviafslætti. Þannig þetta tíðskast en við sjáum minna af því í matvörunni. En sáum þetta í síðasta mánuði.“

Hækkun í júlí má rekja til Samkaupa

Þá segir Róbert að hækkun í verslunum Samkaupa, sem gekk til baka í ágúst, hafi kannski verið stóra ástæðan fyrir því að matvara lækkaði í þessum mánuði í mælingum Hagstofunnar.

Í nýjum verðbólgutölum sem birtar voru í gær kom í ljós að verðbólga hafi hjaðnað um 0,3 prósentustig milli mánaða, farið úr 6,3% í 6% en matvöruverð hafði meðal annars áhrif á lækkununa.

„Það kom auðvitað júlímæling sem kom mörgum á óvart. Matvöruliðurinn hækkaði meira en oft áður og við sáum það í okkar mælingum að hækkunartakturinn hjá hinum verslununum var í takt við mánuðina á undan.

Það voru ákveðnir vöruliðir sem voru að hækka í öllum þessum verslunum eins og verð á kjöti og verð á súkkulaði og öðru sælgæti hækkaði, en síðan sáum við að ein keðja skar sig úr þar sem hækkunartakturinn var meiri en oft áður. Þannnig við sáum ekki betur en að hækkunin þann mánuðinn mætti rekja til þeirra þátta,“ segir Róbert.

Áhrif Prís komi inn í næsta mánuði

Spurður hvort að miklar verðlagshækkanir eða lækkanir einstaka verslannakeðja geti haft marktæk áhrif á verðbólgu í landinu segir Róbert að slík áhrif væru aðeins til skemmri tíma.

„Ég held að að jafnaði sé það ekki mikið en hækkanir verslana geta til skemmri tíma haft áhrif á mælinguna en síðan tekur grunnurinn mið af því síðar meir þannig að lengri tíma áhrif eiga ekki að vera mikil í mælingunni,“ segir Róbert.

Nokkuð hefur verið rætt um áhrif opnunar Prís á matvöruverð í landinu en Róbert telur að þeirra áhrifa muni ekki gæta í mælingum fyrr en í næsta mánuði.

„Ég held að stærsti hluti Prís-áhrifana eigi eftir að koma fram í mælingunni í næsta mánuði og verðtakan var held ég að mestu búin þegar verslunin opnaði. En hvort að þessi sveifla í einstökum vöruverðum hafi skýrst af því að verslunin væri að fara að opna kann alveg að vera en ég held að mikið af þeim breytingum sem verðlagseftirlitið mældi komu eftir opnunina. Ég tel að það muni líklega birtast í næstu verðmælingu.“

mbl.is