Vita vart hvað gerist inni á fjörðum

TF-SIF | 30. ágúst 2024

Vita vart hvað gerist inni á fjörðum

„Við vitum um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bátar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenningarkerfinu. Það er hending ef við vitum af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Vita vart hvað gerist inni á fjörðum

TF-SIF | 30. ágúst 2024

TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands.
TF-SIF, eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands.

„Við vitum um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bátar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenningarkerfinu. Það er hending ef við vitum af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

„Við vitum um nokkuð mörg dæmi þess að skip og bátar láti hvergi vita af sér og séu ekki með kveikt á AIS-auðkenningarkerfinu. Það er hending ef við vitum af því hvað er að gerast inni á fjörðum og á afskekktum stöðum,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, í samtali við Morgunblaðið.

Hann var spurður um stöðu mála í eftirliti Landhelgisgæslunnar með skipa- og bátaumferð við strendur landsins, en svo sem fram hefur komið hefur flugvél Gæslunnar, TF-SIF, verið úr leik vegna bilunar svo mánuðum skiptir og ekki er útlit fyrir að hún verði nothæf fyrr en síðla hausts.

Í viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Halldór B. Nellett, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, að strandlengjan við Ísland væri meira og minna eftirlitslaus og engar ratsjár við ströndina til að fylgjast með skipum og bátum sem ekki væru virk í AIS-auðkenningarkerfinu, sem oft væru skip sem vildu ekki að til sín sæist. Greið leið væri fyrir smyglara, t.d. fíkniefna, að athafna sig með þeim hætti og koma varningi inn í landið þá leiðina.

Georg Kr. Lárusson.
Georg Kr. Lárusson. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Þetta á við alveg frá ystu mörkum og upp í fjöru,“ segir Georg og tekur undir að þarna sé greið leið fyrir smyglara til að koma ólöglegum varningi inn í landið. „Eins og dæmin sanna,“ segir hann.

„Þetta er grafalvarlegt,“ segir Georg. „Skilaboð mín til stjórnvalda eru einföld. Við verðum að horfast í augu við þann vanda sem fyrir hendi er. Við getum ekki haft fullnægjandi eftirlit með hafsvæðinu í kringum landið og ströndum þess. Við gætum gert það með flugvélinni og þyrftum ekki ýkja mikið fé til þess. Við þyrftum að geta flogið tvisvar í viku til þess að geta haft nokkurn veginn stjórn á öllu svæðinu og jafnframt verið til taks ef eitthvað sérstakt kemur upp,“ segir Georg.

„En það er til stórrar skammar að Ísland, eyja úti í miðju Atlantshafi sem byggir afkomu sína á sjónum meira og minna, skuli ekki hafa nein tæki til þess að fylgjast með hafsvæðinu í kringum landið nema með radarmyndum sem við fáum gefins frá Evrópusambandinu. Það er aumt að geta ekki einu sinni haldið úti einni flugvél. Ef vel á að vera þyrftum við tvær,“ segir hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is