Gerbreytt staða hælisleitarmála

Flóttafólk á Íslandi | 31. ágúst 2024

Gerbreytt staða hælisleitarmála

Veruleg breyting hefur orðið á hælisleitendamálum hér á landi eftir breytingar á útlendingalögum og nýjar áherslur, sú helst að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað afar hratt.

Gerbreytt staða hælisleitarmála

Flóttafólk á Íslandi | 31. ágúst 2024

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Veruleg breyting hefur orðið á hælisleitendamálum hér á landi eftir breytingar á útlendingalögum og nýjar áherslur, sú helst að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað afar hratt.

Veruleg breyting hefur orðið á hælisleitendamálum hér á landi eftir breytingar á útlendingalögum og nýjar áherslur, sú helst að umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað afar hratt.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að þar hafi breytingarnar skipt miklu, en ekki síður að skýr afstaða stjórnvalda hafi verið kynnt og það hafi spurst út.

Breytingarnar höfðu það að markmiði að fækka umsóknum, hraða málsmeðferð og að greiða fyrir heimför fólks sem hefur ekki lögmæta ástæðu til að dvelja hér á landi og þar með á Schengen-svæðinu.

Guðrún segir það allt í áttina, en meira þurfi til. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is