Hætta á mikilli loftmengun aftur í dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 31. ágúst 2024

Hætta á mikilli loftmengun aftur í dag

„Það er alveg viðbúið að við mælum aftur svona gasmengun eins og mældist í gærkvöldi,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en mikil loftmengun mældist í Vogum, bæði vegna brenni­steins­díoxíðs (SO2) frá gos­inu og svifryks vegna gróðurelda og gos­móðu. 

Hætta á mikilli loftmengun aftur í dag

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 31. ágúst 2024

Loft­meng­un vegna eld­gosa get­ur valdið sleni, höfuðverk, ert­ingu í aug­um …
Loft­meng­un vegna eld­gosa get­ur valdið sleni, höfuðverk, ert­ingu í aug­um og hálsi auk vægra flensu­ein­kenna. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er alveg viðbúið að við mælum aftur svona gasmengun eins og mældist í gærkvöldi,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en mikil loftmengun mældist í Vogum, bæði vegna brenni­steins­díoxíðs (SO2) frá gos­inu og svifryks vegna gróðurelda og gos­móðu. 

„Það er alveg viðbúið að við mælum aftur svona gasmengun eins og mældist í gærkvöldi,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is en mikil loftmengun mældist í Vogum, bæði vegna brenni­steins­díoxíðs (SO2) frá gos­inu og svifryks vegna gróðurelda og gos­móðu. 

Hún segir mengunina mjög háða vindáttinni.

 „Ef hún er aðeins suðaustlægri þá fer þetta á milli Njarðvíkur og Voga, en ef hún verður aðeins suðlægri þá getur þetta farið aftur yfir bæinn.“

Er blaðamaður ræddi við Salóme upp úr klukkan hálf tíu mældist svolítil gasmengun í Njarðvík og Garði.

Mun mengunin aukast er líður á daginn?

„Það er rosalega háð litlum breytingum og vindi svo við verðum bara að fylgjast með því.“

Áhrifin margfölduð 

Salóme segir töluvert mikla mengun hafa verið í Vogum í gær. 

Hún segir ekki hafa verið sett met í mælingu á SO2–mengun, „en af því að þetta var bæði gasmengun vegna gossins og svo var þetta líka svifryk sem var að mælast vegna sóts útaf gróðureldunum þá voru áhrifin margfölduð frekar heldur en bara samanlögð.“

Salóme nefnir að fulltrúar frá Umhverfisstofnun voru í Vogum í gærkvöldi að laga gasmæli og fundu þeir vel fyrir áhrifum mengunarinnar, bæði í augum og öndunarvegi. 

Hún segir að Veðurstofan muni gefa út tilkynningu ef mælingarnar verða mjög háar og fara yfir heilsuverndunarmörk.  

Spurð hvort að rigning á svæðinu spili inn í svarar Salóme að vonast sé til að hún slökkvi í megninu af gróðureldunum og minnki þá svifryk, en á meðan eldgosið lifir þá er engin leið að slökkva í þeim varanlega. 

Lítið skyggni 

Hún segir að virkni eldgossins sé svipuð og síðustu daga, en lítið skyggni er á gosstöðvunum eins og er. 

Tveir meginstrókar eru virkir, annar aðeins stærri en hinn, og hraun rennur að mestu leyti til norðurs og norðvesturs. 

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á loftgaedi.is.

mbl.is