Húsó-lasanja og snittubrauð sem gleður matarhjartað

Uppskriftir | 31. ágúst 2024

Húsó-lasanja og snittubrauð sem gleður matarhjartað

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og hefðbundin rútína komin í fastar skorður á flestum heimilum og sama má segja um fasta liði á Matarvef mbl.is. Líkt og síðasta vetur munu les­end­ur mat­ar­vefs­ins fá að njóta upp­skrifta á hverj­um laug­ar­degi sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um.

Húsó-lasanja og snittubrauð sem gleður matarhjartað

Uppskriftir | 31. ágúst 2024

Heimalagað lasanja borið fram með fersku salati og heimabökuðu snittubrauði …
Heimalagað lasanja borið fram með fersku salati og heimabökuðu snittubrauði að hætti Húsó. mbl.is/Árni Sæberg

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og hefðbundin rútína komin í fastar skorður á flestum heimilum og sama má segja um fasta liði á Matarvef mbl.is. Líkt og síðasta vetur munu les­end­ur mat­ar­vefs­ins fá að njóta upp­skrifta á hverj­um laug­ar­degi sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um.

Haustið er mætt í allri sinni dýrð og hefðbundin rútína komin í fastar skorður á flestum heimilum og sama má segja um fasta liði á Matarvef mbl.is. Líkt og síðasta vetur munu les­end­ur mat­ar­vefs­ins fá að njóta upp­skrifta á hverj­um laug­ar­degi sem koma úr hinu leynd­ar­dóms­fulla eld­húsi í Hús­stjórn­ar­skól­an­um.

Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans opnar uppskriftabók skólans í vetur …
Marta María Arnarsdóttir skólameistari Hússtjórnarskólans opnar uppskriftabók skólans í vetur líkt og í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mun skóla­meist­ar­inn Marta María Arn­ars­dótt­ir þar á bæ halda áfram að svipta hul­unni af nokkr­um vel völd­um rétt­um sem eiga sér sögu og hafa fylgt Hús­stjórn­ar­skól­an­um gegn­um tíðina og glatt mörg mat­ar­hjörtu. Fyrsta uppskrift haustsins sem kemur úr uppskriftabók Hússtjórnarskólans er heimalagað lasanja og snittubrauð. Lasanja er góður og saðsamur réttur sem yljar og á vel við á þessum árstíma.

Heimabakað snittubrauð.
Heimabakað snittubrauð. mbl.is/Árni Sæberg

Lasanja og snittubrauð að hætti Húsó

Lasanja

Hakkið

  • 600 g nautahakk
  • 1 laukur, saxaður
  • 3 gulrætur, sneiddar
  • 1 sellerístilkur, sneiddur
  • 1 dós tómatar, 400 g
  • 3 msk. tómatkraftur (lítil dós)
  • Salt, pipar, hvítlaukur, eða salt, pipar, basilíka og óreganó eftir smekk

Aðferð:

  1. Steikið hakk og grænmeti á pönnu, bætið tómötum og kryddi saman við og sjóðið í 10 mínútur.
  2. Á meðan hakkið sýður er sósan bökuð upp, sjá uppskrift fyrir neðan.

Sósan

  • 40 g smjör
  • 5 msk. hveiti
  • Mjólk eftir þörfum
  • ½ - 1 tsk. múskat
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið á vægum hita í potti og blandið síðan hveitinu saman við svo úr verði smjörbolla.
  2. Bætið við mjólk eftir þörfum svo úr verði þykk sósa og kryddið til með múskati og salti eftir smekk.
  3. Mikilvægt er hræra stöðugt í sósunni svo að hún hleypi ekki í kekki. 

Samsetning

  • U.þ.b. 8 lasanja-plötur
  • U.þ.b. 200 g rifinn ostur
  • parmesanostur ef vill

Aðferð:

  1. Þegar hakkið og sósan er orðin klár er komið að því að setja allt saman svo úr verði myndarlegt lasanja.
  2. Byrjið á því að forhita ofninn í 150°C hita.
  3. Setjið helming kjötsins í eldfast mót, þá 4 lasanja-plötur, því næst helming af sósunni ásamt helming ostsins og endurtakið; setjið kjötið þar á eftir, þá 4 lasanja-plötur, restina af sósunni og ostinum.
  4. Gott er að setja einnig parmesanost efst ofan á.
  5. Setjið eldfasta mótið inn í ofn og bakið við 150°C í 45 mínútur.
  6. Berið lasanja-ið fram með nýbökuðu brauði, auka parmesanosti og fersku salati að eigin vali.

Löng snittubrauð

  • 2 ½ dl ylvolgt vatn
  • 2 ½ tsk. ger
  • 1 tsk. sykur
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. olía
  • 2 msk. hveitiklíð ef vill
  • u.þ.b. 5 dl brauðhveiti
  • Smjör, brætt
  • Steinselja, söxuð
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð

Aðferð:

  1. Leysið gerið og sykurinn upp í ylvolgu vatninu.
  2. Bætið síðan salti, olíu, hveitiklíð og brauðhveiti saman við.
  3. Látið hefast í u.þ.b. 40 mínútur.
  4. Mótið síðan 2-3 aflöng brauð og komið fyrir á bökunarpappír á bökunarplötu.
  5. Látið hefast aftur í u.þ.b. 20 mínútur. 
  6. Bræðið smávegis af smjöri á vægum hita, bætið smá saxaðri steinselju og söxuðum hvítlauk saman við og penslið á brauðin bæði fyrir og beint eftir bakstur.
  7. Bakið við 180°C hita í u.þ.b. 15-25 mínútur, fer eftir stærð brauða, eða þar til þau verða orðin gullinbrún.
mbl.is