Ísland gerði sér lítið fyrir í gær, föstudag, og lenti í 2.sæti í á Norðurlandamótinu í bakstri, Nordic Cup, annað árið í röð. Mótið sem haldið var í Berlín lauk í dag með þessum glæsilega árangri íslenska liðsins sem kemur heim með silfur og bikar. Svíþjóð sigraði keppnina og Noregur lendi í þriðja sæti.
Ísland gerði sér lítið fyrir í gær, föstudag, og lenti í 2.sæti í á Norðurlandamótinu í bakstri, Nordic Cup, annað árið í röð. Mótið sem haldið var í Berlín lauk í dag með þessum glæsilega árangri íslenska liðsins sem kemur heim með silfur og bikar. Svíþjóð sigraði keppnina og Noregur lendi í þriðja sæti.
Ísland gerði sér lítið fyrir í gær, föstudag, og lenti í 2.sæti í á Norðurlandamótinu í bakstri, Nordic Cup, annað árið í röð. Mótið sem haldið var í Berlín lauk í dag með þessum glæsilega árangri íslenska liðsins sem kemur heim með silfur og bikar. Svíþjóð sigraði keppnina og Noregur lendi í þriðja sæti.
Mótið er á vegum norrænu bakarafélaganna og senda Norðurlöndin senda hvert eitt lið sem skipað er þremur bökurum og einum dómara til keppninnar. Íslenska liðið er skartaði ungum og hæfileikaríkum bökurum þeim Finn Prigge, Matthildi Ósk Guðbjörnsdóttur og Sunnevu Kristjánsdóttur og eru þau himinlifandi með árangurinn.
Þemað í keppninni í ár var náttúra og tengdu bakararnir vörurnar, bakkelsið og skrautstykkið við þemað eins og þau gátu að sögn Finns fyrirliða liðsins. „Við þurftum að framleiða á átta og hálfri klukkustund 17 mismunandi vörutegundir sem voru í heildina í kringum 230 vöruliðir og svo var líka skrautstykki sem var 100x100 cm á breidd og hátt í 140 cm að stærð,“ segir Finnur og bætir við að þau sé alsæl með árangurinn og silfrið sé gulli betra.
„Ég ákaflega stoltur af þessu unga og hæfileikaríka fólki sem er landinu og stéttinni til mikils sóma,“ segir Sigurður Már Guðjónsson bakara- og kökugerðarmeistari og formaður Landssambands bakarameistara. Það var samdóma álit þeirra sem fylgst hafa með keppninni að íslenska liðið hafi tekið ótrúlega hröðum framförum.